Laugardaginn 29. september stóð Bandalag íslenskra leikfélaga fyrir námskeiði í stjórnun áhugaleikfélaga í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ. Alls sóttu 26 manns frá 13 leikfélögum námskeiðið sem tókst í alla staði hið besta. Fyrirlesarar komu úr röðum stjórnar og starfsmanna Bandalagsins auk þess sem Kristín Elfa Ragnarsdóttir frá auglýsingastofunni TBWA/Pipar kynnti möguleika í markaðssetnignu með samfélagsmiðlum.

Farið var yfir eftirtalda þætti í stjórnun leikfélaga:

* Verkaskipting stjórna, Skipurit, Hlutverk hvers stjórnarmanns – Guðfinna Gunnarsdóttir
* Lög leikfélaga – Þorgeir Tryggvason
* Fjármál; bókhald og styrkumsóknir – Vilborg Valgarðsdóttir                 
* Markaðssetning, notkun samfélagsmiðla – Kristín Elfa Ragnarsdóttir
* Leiklistarvefurinn – Ármann Guðmundsson
* Þátttaka í erlendu samstarfi – Þorgeir Tryggvason
* Samskipti við leikstjóra – Halldór Sigurgeirsson
* Ársrit BÍL – Ármann Guðmundsson
* Samvinna/samstarf og samningar leikfélaga og sveitarfélaga – Ólöf Þórðardóttir
* Samvinna milli leikfélaga – Halldór Sigurgeirsson