Lýðveldisleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt íslenskt leikverk fyrir börn. Þetta er dans og söngleikur sem ber nafnið Út í kött! og fjallar um tvo krakka og ferðalag þeirra um tölvu og ævintýraheima. Þessi ævintýraleikur er fyrir börn á öllum aldri og fullorðnir ættu líka að hafa gaman að þessu fjöruga verki.

Tveir tólf ára krakkar fara með hlutverk í verkinu, þau Fannar Guðni Guðmundsson og Sóley Anna Benónýsdóttir, Ragnheiður Árnadóttir söngkona fer með hlutverk sögumanns, og leikararnir Finnbogi Þorkell Jónsson og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir fara með hlutverk geimskrímsla og ýmsra ævintýrapersóna t. d. í útgáfum Roald Dahl af Rauðhettu, Öskubusku og Grísunum þremur. Benóný Ægisson er höfundur handrits, semur tónlistina og þýðir kvæði Roald Dahl, Kolbrún Anna Björnsdóttir er leikstjóri Sigríður Ásta Árnadóttir gerir búningana en Kristrún Eyjólfsdóttir leikmyndina .

Nánari upplýsingar eru á vef Lýðveldisleikhússins á slóðinni http://www.this.is/great/utikott

Sýnt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
Sunnudaginn 8. nóv. kl. 14
Laugardaginn 14. nóv. kl. 14

Miðapantanir á lydveldisleikhusid@gmail.com

{mos_fb_discuss:2}