Sýningin „Ha ha voða fyndið“ sló í gegn í sumar og færri komust að en vildu. Nú eru grínistarnir mættir aftur til þess að kæta landsmenn í skammdeginu með sjóðandi heitu spaugi.
Hugleikur Dagsson, Saga Garðars, Bylgja Babýlons, Andri Ívars, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Jóhannes Ingi eru tilbúin með sérsmíðað grín sem enginn má láta framhjá sér fara! Kynnarnir eru ekki af ófyndnari endanum en þau Margrét Erla Maack og Jóhann Alfreð munu leiða áhorfendur í gegnum kvöldið og það er aldrei að vita nema vel valdir leynigestir kíki í heimsókn.
Sýningar fara fram í Tjarnarbíói 3. og 10. desember kl. 20:30 og miðinn kostar kr. 2990,-
Miðasala á midi.is