Leikfélagi Akureyrar leitar að 12-15 ára strák sem hefur áhuga á því að taka að sér stórt og krefjandi hlutverk næsta vetur. Rétt er að taka fram að viðkomandi þarf ekki að syngja. Leikritið sem um ræðir verður frumsýnt um miðjan október og munu æfingar hefjast í ágúst. Tekið verður á móti áhugasömum í Samkomuhúsinu mánudaginn 15. júní milli klukkan 14 og 16.