Nú fer hver að vera síðastur til að sækja um pláss í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldinn verður að Húnavöllum í A-Húnavatnssýslu dagana 11.-19. júní nk. Í boði eru þrjú námskeið, framhaldsnámskeið fyrir leikstjóra sem Sigrún Valbergsdóttir kennir, framhaldsnámskeið fyrir leikara sem Ágústa Skúladóttir kennir og námskeið fyrir reynslumeiri leikara sem Rúnar Guðbrandsson kennir í forföllum Steinunnar Knútsdóttur. Umsóknarfrestur er til 4. maí og nánari lýsingu á námskeiðunum má finna hér.

 

{mos_fb_discuss:3}