Stuttverkahátíðin í Þórshöfn í Færeyjum verður haldin 15. október á þessu ári. Færeyjar, Ísland og Noregur taka þátt og er hverju landi úthlutað 75 minútna sýningartíma sem það ráðstafar að vild. Þó mega einstakar sýningar ekki fara yfir 15 mínútur að lengd. Ef eitthvert landanna fyllir ekki tímakvótann sinn, getur annað land nýtt sér hann. Hvert leikfélag getur aðeins farið með tvö leikrit nema kvóti fyllist ekki. Einleikir verða ekki leyfðir.

Við minnum á að frestur til að sækja um þátttöku Stuttverkahátíðin í Þórshöfn í Færeyjum, sem haldin verður 15. október nk., er 15. ágúst. Þann 1. september mun liggja fyrir hvaða sýningar fara. Ef umsóknir um sýningar sprengja tímakvóta hérlendis verður skipuð valnefnd til skera úr um hvaða sýningar verða sýndar. Fyrir utan aðrar sýninga verður eitt leikverk þýtt á öll tungumálin og leikið í þremur útgáfum á hátíðarkvöldverði.

Í stuttu máli:
- Umsóknarfrestur til 15. ágúst, þarf að skila inn myndbandsupptöku með umsókn.
- 15. október í Þorshöfn í Færeyjum.
- Færeyjar, Ísland og Noregur taka þátt.
- Hvert land hefur 75 mínútur til sýninga.
- 15 mínútna hámarkslengd á þátt.
- Tvö leikrit hámark á leikfélag nema ef kvóti fyllist ekki.
- Ef eitthvað land fyllir ekki kvótann sinn getur annað land fengið hann samkvæmt samkomulagi.
- Einleikir ekki leyfðir.
- Valnefnd velur ef samanlögð tímalengd þátta fer fram fyrir 75 mínútur.

Hér má finna umsóknareyðublað. Umsóknum (með myndbandsupptöku) skal skilað til skrifstofu Bandalagins, Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík.

{mos_fb_discuss:3}