Leikfélag Sauðárkróks æfir nú leikritið Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney, í þýðingu Árna Ibsen. Leikstjóri er Ingdrid Jónsdóttir. Leikritið verður frumsýnt á opnunardegi Sæluvikunnar, þann 29. apríl næstkomandi í félagsheimilinu Bifröst. Leikfélag Sauðárkróks sýndi verk efir Ray Cooney fyrst árið 1978, leikritið Eltu mig félagi, sem var fyrsta sviðsetning á leikriti eftir Ray Cooney á Íslandi.

Leikarahópurinn samanstendur af nokkrum gömlum kempum í bland við góða nýliða og má til gamans geta að tveir af leikurunum í hópnum hafa áður leikið í þeim uppsetningum eftir Ray Cooney sem félagið setti upp á seinasta áratug, Með vífið í lúkunum, 2006 og Viltu finna milljón?, árið 2008.

{mos_fb_discuss:2}