Leikhópurinn Grímurnar á Akureyri setur upp á stóra sviðinu í Hofi á Akureyri þann 23. mars nk., nýjan barnasöngleik með tónlistinni af vísnaplötum Gunnars Þórðarsonar, Einu sinni var og Út um græna grundu. Höfundar eru Pétur Guðjónsson og Jóhanna G Birnudóttir sem skrifað hafa tvö önnur leikrit sem sett hafa verið upp á Akureyri.

Friðrik Ómar sér um útsetningar og stjórnar upptöku, söng-og kórstjórar eru Heimir Ingimarsson og Margrét Árnadóttir en Ívar Helgason hannar útlit á sýningunni, auk þess að sjá um leikstjórn og dans. Um 25 börn eru í sýningunni, auk fullorðinna, svo hátt í 60 manns koma að henni.

Tumi Tímalausi í Álfheimum er sannarlega skemmtun fyrir alla fjölskylduna enda hefur tónlistin lifað með þjóðinni í hartnær 40 ár og er nú endurvakin í ævintýri úr álfheimum.

Hægt er að nálgast miða og fá nánari upplýsingar á menningarhus.is