Dagana 8. -13. mars nk. mun franski trúðameistarinn Rafael Bianciotto halda sín einstöku trúðanámskeið í Dómhúsinu í Reykjavík. Rafael er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur kennti trúðatækni við Listaháskóla Íslands auk þess að leikstýra við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið. Núna síðast leikstýrði hann Sókrates sem sýnt var við góðan orðstír í Borgarleikhúsinu.

Rafael heldur reglulega námskeið fyrir leikara og eru þeir orðnir ófáir trúðarnir sem fæðst hafa á Íslandi undir hans leiðsögn.

Annarsvegar verður um að ræða byrjendanámskeið þar sem nýir trúðar fá að fæðast:
þri 8. mars kl. 15-19
fim 10. mars kl. 15-19
lau 12. mars kl. 10-14
sun 13. mars kl. 10-14

Upppbygging námskeiðs:
– farið verður í grunnreglur trúðatækninnar, m.a. kórinn þar sem notast er við svokallaða „neutral mask“
– hver og einn þátttakandi fæðir sinn trúð
– æfingar í trúðatækninni

Einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa ekki komist á námskeið hjá Rafael áður. Takmarkaður fjöldi kemst að þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Verð: 40.000,- (sum stéttarfélög niðurgreiða slík námskeið fyrir félagsmenn sína og þátttakendur hvattir til að nýta sér það)

Og hinsvegar námskeið fyrir þá sem hafa áður sótt námskeið hjá Rafael:
þri 8. mars kl. 20-23
mið 9. mars kl. 19-23
lau 12. mars kl. 15-19
sun 13. mars kl. 15-19

Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá sem nú þegar hafa hitt trúðana sína.
Takmarkaður fjöldi kemst að þannig að það er um að gera að skrá sig sem allra fyrst!
Verð: 35.000,- (sum stéttarfélög niðurgreiða slík námskeið fyrir félagsmenn sína og þátttakendur hvattir til að nýta sér það)

Skráning með tölvupósti á tinnalind@mac.com

Nánari upplýsingar má finna á facebook.

Byrjendur:

https://www.facebook.com/events/1706833936230466/

Framhalds:

https://www.facebook.com/events/1040152879360303/

Takmarkaður fjöldið kemst að á hvert námskeið þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst því það fyllist yfirleitt mjög fljótt.