Þórir Steingrímsson

Þórir Steingrímsson

Sími: 860 5585

Netfangið: thorir@thorir.is

Leikari, leikstjóri og kennari í leiklist og hefur starfað sem leikari í u.þ.b. 40 leikverkum, leikstjóri í nær 30 og kennt á mörgun námskeiðum frá árinu 1965.

Þórir fæddist í Reykjavík, en ólst aðallega upp í Hrútafirði til 1974.  Fluttist þá aftur til Reykjavíkur og starfaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, efir að hann lauk námi í leiklist 1969. Starfaði við bæði leikhúsin og lék einnig í útvarpi, sjónvarpi og í kvikmyndum. Fluttist síðan til Leikfélags Akureyrar 1976 og starfaði þar sem leikari, leikstjóri og stundaði einnig kennslu í leiklist. Fluttist síðan í Garðabæinn 1980 og var framkvæmdastjóri Garðaleikhússins, síðar Revíuleikhússins allt til 1984. Var um tíma aðal leikstjórnandi Nafnlausa leikhópsins bæði við kennslu og uppsetningu leikrita. Þá hefur Þórir leikið bæði í mörgum innlendum og erlendum sjónvarpsauglýsingum, meðal annars undir stjórn Chris Cunningham (Björk), Anton Corbijn (U2), Egils Eðvaldssonar, Hilmars Oddssonar, Halls Helgasonar, ofl..  Starfaði sem rannsóknarlögreglumaður í ríkislögreglunni samhliða leikhússtörfum sínum frá 1980-2010 og gengdi mörgum trúnaðarstörfum innan þeirrar stéttar.

Helstu verkefnin sem Þórir hefur unnið við sem leikstjóri og kennari:

Bandalag íslenskra leikfélaga 1969-1994
Námskeið hjá Námsflokkum Reykjavíkur
Námskeið hjá JC í Garðabæ
Sköllótta söngkonan – Vogaskóli
Höfum við gengið til góðs? – Vogaskóli
Gestirnir – Vogaskóli
1. desember 1918 – Vogaskóli
Eðlisfræðingarnir – Flensborgarskóli
Grámann í Garðshorni – Flensborgarskóli
Sjö stelpur – Leikfélag Stykkishólms
Fórnarlambið – Leikfélag Akranes
Leiklistarnámskeið – Leikfélag Grindavíkur
Fjölskyldan – Leikfélag Stafholtstungna
Rauðhetta – Leikfélag Hornafjarðar
Hart í bak – Leikfélag Selfoss
Músagildran – Leikfélag Selfoss
Sjóleiðin til Bagdad – Leikfélag Keflavíkur
Tobacco Road – Lekfélag Keflavíkur
Rauðhetta – Lekfélag Keflavíkur
Græna lyftan – Lekfélag Grindavíkur
Getraunagróði – Lekfélag Grindavíkur
Bónorðið – Fjölbrautarskólinn í Garðabæ
Jóðlíf – Fjölbrautarskólinn í Garðabæ
Ísjakinn – Leikfélag Blönduóss
Brautarstöðin – Leikfélag Kópavogs
Eðlisfræðingarnir – Menntaskólinn við Sund
Láttu ekki deigan síga Guðmundur –  Fjölbrautarskólinn í Garðabæ
Ótti og Eymd þriðja ríkisins  Leikfélag í Garðinum   
Fullveldisvofan – Nafnlausi leikhópurinn
Gullna hliðið – Nafnlausi leikhópurinn
Gerðu það sjálfur góði – Nafnlausi leikhópurinn, 2013
Á borð fyrir einn – Nafnlausi leikhópurinn, 2014

Leikklúbburinn Saga 1979
Námskeið
Leifur ljónsöskur
Sköllótta söngkonan

Helstu verkefnin sem Þórir hefur unnið við sem leikari og leikstjóri:

Hjá LR 1965-1966
Grámann í Garðshorni -Fúsintes
Í súpunni – Fangavörður
Dúfnaveislan – Þjónn

Hjá Óperuflokknum 1967-68
Ástardrykkurinn – Framkvæmdstjóri           

Hjá Þjóðleikhúsinu 1967-1989
Marta – Dómarinn
Jeppi á Fjalli – Málaliði
Prinsinn og rósin – Furstinn
Jón Araon – Gleraugna-Pétur
Íslandsklukkan – Fangi
Eftirlitsmaðurinn – Varðmaður
Fiðlarinn á þakinu- Sasha
Höfuðsmaðurinn frá Köbernick – Hermaður
Loftsteinninn – Lögreglumaður   
Brúðkaup Fígarós – Dansari
Kabarett – Dansari-Kossadansinn
Ítalskur stráhattur – Brúðkaupsgestur
Glókollur – Varðmaður
Köttur út í mýri – Sýningarstjórn
Lýsisstrata – Aþeningur
Óþelló – Ráðherra
Þrettándakvöld – Varðamaður
Sjálfstætt fólk – Brúðkaupsgestur
Túskildingsóperan – Lögreglumaður
Marat Sade – Sjúklingur
Índíánarnir – Custer hershöfðingi
Ciselle – Hertoginn
Rómúlus mikli – Herforingi
Dags hríðar spor – Iðnvæðingarráðherra
Uppreisnin á Ísafirði – Páll pólití

Hjá Leikfélagi Akureyrar 1976-1980
Kristnihald undir jökli – Jódínus
Glerdýrin – Jim O´Connor
Rauðhetta – Leikstjórn – Bangsi
Umhverfis jörðina á 80 dögum – Fix
Sabína – Sigursteinn Súmann
Öskubuska – Samkvæmismálaráðherr
Sölumaður deyr – Biff
Afbragð annarra kvenna – Florindo
Söngleikurinn um Loft – Fréttamaður
Snædrottningin – Verslunarfulltrúinn
Hunangsilmur – Peter

Hjá Garðaleikhúsinu 1981-1986
Karlinn í kassanum – Peter
Litli Kláus og Stóri Kláus – Stóri Kláus
Galdraland – Skralli
Græna lyftan – Leikstjórn
Luktar dyr – Garcian

Skemmtihúsinu
Ótti og eymd þriðja ríkisins

Sjónvarp og kvikmyndir 1968-2010
Skálholt – Eiðmaður
Pétur og úlfurinn – Afi
Baráttusætið“ – Lögreglumaður
Galdraland – Skralli
Ofstast er aldrei..… – Nokkur hlutverk
Lénharður fógeti – Hermaður
Óðurinn um afa – Sonurinn
Flæðarmálið – Eigandinn
Sporið –  Rannsóknarlögreglumaður
Sódóma Reykjavíkur – Lögreglumaður
Réttur –  Rannsóknarlögreglumaður

0 Slökkt á athugasemdum við Þórir Steingrímsson 667 20 mars, 2012 Leikstjóralisti - Gamall mars 20, 2012

Áskrift að Vikupósti

Karfa