Tilnefningar til Grímuverðlauna 2012 í alls 18 flokkum sviðslista voru kunngjörðar í Tjarnarbíói föstudaginn 1. júní að viðstöddum fjölda sviðslistafólks. Alls komu 89 sviðslistaverkefni til álita til Grímunnar í ár sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar með verðlaunin eftirsóttu í huga. Þar af voru 23 danssýningar, 9 barnasýningar og 7 útvarpsverk. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna. Grímuhátíðin sjálf, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans árið 2012, verður svo haldin í tíunda sinn í Hörpu fimmtudaginn 14. júní. Kynning á hátíðinni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og daginn eftir sýndur vandaður þáttur um hátíðina. Stjórnandi hátíðarinnar í ár verður leikarinn trausti Ólafur Darri Ólafsson.

 

Fimm leiksýningar hlutu tilnefningar sem sýning ársins 2012;  Fjögur  verk í sviðssetningu Þjóðleikhúsins AFMÆLISVEISLAN, HEIMSLJÓS, HREINSUN og VESALINGARNIR og 1 verk í sviðssetningu CommonNonsense og Borgarleikhússins, TENGDÓ.

Þrjár barnasýningar hlutu tilnefningar sem barnasýning ársins 2012, SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN, í sviðssetningu leikhópsins 10 fingur, SKÝJABORG, í sviðsetningu Tinnu Grétsdóttur og Þjóðleikhússins og GÓI OG BAUNAGRASIÐ, í sviðssetningu Borgarleikhússins og og Baunagrassins.

grimutilnefningar2012Nýr verðlaunaflokkur var tekinn upp í ár, Sprotinn 2012, sem veittur er fyrir frumleika og framúrskarandi nýbreytni á árinu. Tilnefndir til Sprotans í ár eru:
Kári Viðarsson og leikhúsið Frystiklefinn í Rifi á Snæfellsnesi
Leikhópurinn 16 elskendur og uppfærsla þeirra á verkinu Sýning ársins
Leikhópurinn Sómi þjóðar og uppfærsla þeirra á verkinu Gálma
Uppfærslan Matarleikhús Völuspá – Teater Republique í samvinnu við Norræna húsið
Tinna Grétarsdóttir danshöfundur og uppfærsla hennar á verkinu Skýjaborg

Ása Richardsdóttir, forseti LSÍ og stjórnarformaður Grímunnar og leikaraefnin Saga Garðarsdóttir og Kolbeinn Arnbjörnsson, opinberuðu tilnefningarnar við góðar undirtektir samstarfsfélaga og ný-tilnefndra listamanna.

 

TILNEFNINGAR TIL GRÍMUVERÐLAUNA 2012

SÝNING ÁRSINS 2012

AFMÆLISVEISLAN
eftir Harold Pinter
þýðing Bragi Ólafsson
leikstjórn Guðjón Pedersen
sviðssetning Þjóðleikhúsið

HEIMSLJÓS
eftir Halldór Laxness
leikgerð Kjartan Ragnarsson
leikstjórn Kjartan Ragnarsson
sviðssetning Þjóðleikhúsið

HREINSUN
eftir Sofi Oksanen
þýðing Sigurður Karlsson
leikstjórn Stefán Jónsson
sviðssetning Þjóðleikhúsið

VESALINGARNIR

eftir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg
byggt á skáldsögu Victors Hugo
þýðing Friðrik Erlingsson
leikstjórn Selma Björnsdóttir
sviðssetning Þjóðleikhúsið

TENGDÓ

eftir Val Frey Einarsson
leikstjórn Jón Páll Eyjólfsson
sviðssetning CommonNonsense og Borgarleikhússins

LEIKSKÁLD ÁRSINS 2012

Valur Freyr Einarsson fyrir leikverkið Tengdó í sviðssetningu CommonNonsense og Borgarleikhússins

Auður Ava Ólafsdóttir fyrir leikverkið Svartur hundur prestsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Eiríkur G. Stephensen, Hjörleifur Hjartarson og Benedikt Erlingsson fyrir leikverkið Saga Þjóðar í sviðssetningu Hunds í Óskilum og Leikfélags Akureyrar

Leikhópurinn 16 elskendur fyrir leikverkið Sýning ársins í sviðsetningu 16 elskenda

Þór Tuliníus fyrir leikverkið Blótgoðar í sviðssetningu Landnámseturs og leikhópsins Svipa

LEIKSTJÓRI ÁRSINS 2012

Guðjón Pedersen fyrir leikstjórn í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jón Páll Eyjólfsson fyrir leikstjórn í leiksýningunni Tengdó í sviðsetningu CommonNonsense og Borgarleikhússins

Kjartan Ragnarsson fyrir leikstjórn í leiksýningunni Heimsljósi í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Selma Björnsdóttir fyrir leikstjórn í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Stefán Jónsson fyrir leikstjórn í leiksýningunni Hreinsun í sviðssetningu Þjóðleikhússins

LEIKARI ÁRSINS 2012 Í AÐALHLUTVERKI

Björn Thors fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Heimsljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Heimsljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ingvar E. Sigurðsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Valur Freyr Einarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Tengdó í sviðssetningu CommonNonsense og Borgarleikhússins

Þröstur Leó Gunnarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Svari við bréfi Helgu í sviðssetningu Borgarleikhússins

LEIKKONA ÁRSINS 2012 Í AÐALHUTVERKI

Guðrún Snæfríður Gísladóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dagleiðinni löngu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Svörtum hundi prestsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Beðið eftir Godot í sviðssetningu Kvenfélagsins Garps og Borgarleikhússins

Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Eldhafi í sviðssetningu Borgarleikhússins

LEIKARI ÁRSINS 2012 Í AUKAHLUTVERKI

Björn Thors fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Eggert Þorleifsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Erlingur Gíslason fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Hallgrímur Ólafsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hótel Volkswagen í sviðssetningu Borgarleikhússins

Hilmir Snær Guðnason fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Dagleiðinni löngu í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Jóhann Sigurðarson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fanný og Alexander í sviðssetningu Borgarleikhússins

LEIKKONA ÁRSINS 2012 Í AUKAHLUTVERKI

Arnbjörg Hlíf Valsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Charlotte Böving fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Fanný og Alexander í sviðssetningu Borgarleikhússins

Harpa Arnardóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Sjöundá í sviðssetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

Margrét Vilhjálmsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Svörtum hundi prestsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Heimsljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

LEIKMYND ÁRSINS 2012

Dorte Holbek fyrir leikmynd í sýningunni – Matarleikhús – Völuspá í sviðssetningu Teater Republique og Norræna hússins

Finnur Arnar Arnarsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Ilmur Stefánsdóttir fyrir leikmynd í leiksýningunni Hreinsun í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Snorri Freyr Hilmarsson fyrir leikmynd í leiksýningunni Svari við bréfi Helgu í sviðssetningu Borgarleikhússins

Vytautas Narbutas fyrir leikmynd í leiksýningunni Fanny & Alexander í sviðssetningu Borgarleikhússins

BÚNINGAR ÁRSINS 2012

Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga í óperunni La Boheme í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga í óperunni Töfraflautunni í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Halla Gunnarsdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Kirsuberjagarðinum í sviðssetningu Borgarleikhússins

María Th. Ólafsdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Fanny og Alexander í sviðssetningu Borgarleikhússins

LÝSING ÁRSINS 2012

Björn Bergsteinn Guðmundsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Svari við bréfi Helgu í sviðssetningu Borgarleikhússins

Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Hreinsun í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Páll Ragnarsson fyrir lýsingu í óperunni Töfraflautunni í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Súni Joensen fyrir lýsingu í leiksýningunni Ævintýrum Múnkhásens í sviðssetningu Gaflaraleikhússins

TÓNLIST ÁRSINS 2012

Ármann Guðmundsson, Eggert Hilmarsson og Þorgeir Tryggvason fyrir tónlist í leiksýningunni Ævintýrum Múnkhásens í sviðssetningu Gaflaraleikhússins

Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson fyrir tónlist í leiksýningunni Sögu Þjóðar í sviðsetningu Hunds í óskilum og Leikfélags Akureyrar

Gísli Galdur Þorgeirsson fyrir tónlist í leiksýningunni Svörtum hundi prestsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Leifur Jónsson, Óttar Sæmundsen, Sigtryggur Baldursson fyrir tónlist í leiksýningunni Kirsuberjagarðinum í sviðssetningu Borgarleikhússins

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson fyrir tónlist í leiksýningunni Gulleyjunni í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins

HLJÓÐMYND ÁRSINS 2012

Davíð Þór Jónsson fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Tengdó í sviðssetningu CommonNonsense Borgarleikhússins

Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Sögu Þjóðar í sviðssetningu Hunds í óskilum og Leikfélags Akureyrar

Gísli Galdur Þorgeirsson fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Svörtum hundi prestsins í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Hallur Ingólfsson fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Eldhafi í sviðssetningu Borgarleikhússins

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Sigurvald Ívar Helgason fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Vesalingunum í sviðsetningu Þjóðleikhússins

SÖNGVARI ÁRSINS 2012

Egill Ólafsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Gissur Páll Gissurarson fyrir hlutverk sitt í óperunni La Boheme í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Þór Breiðfjörð fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

Þóra Einarsdóttir fyrir hlutverk sitt í óperunni La Boheme í sviðssetningu Íslensku óperunnar

Þóra Einarsdóttir fyrir hlutverk sitt í óperunni Töfraflautunni í sviðssetningu Íslensku óperunnar

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2012

Anton Lachky fyrir kóreografíu í dansverkinu Fullkominn dagur til drauma. Verkið var unnið í samvinnu við dansara Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Sviðssetning Íslenski dansflokkurinn

Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir ásamt listrænum stjórnanda Katrínu Hall fyrir kóreografíu í dansverkinu Á vit… Sviðssetning Íslenski dansflokkurinn og GusGus í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík

Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Rúnarsdóttir fyrir kóreografíu í dansverkinu Retrograde í sviðssetningu Menningarfélagsins í samstarfi við Reykjavík Dance Festival

Tinna Grétarsdóttir fyrir kóreografíu í barnadansverkinu Skýjaborg. Verkið var unnið í samstarfi við Snædísi Lilju Ingadóttur og Ingu Maren Rúnarsdóttur. Sviðssetning Tinna Grétarsdóttir í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir fyrir kóreografíu í dansverkinu Belinda og Gyða framleitt af Panic Productions í sviðssetningu Reykjavik Dance Festival.

DANSARI ÁRSINS 2012

Ásgeir Helgi Magnússon fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Á vit… í sviðssetningu Íslenska dansflokksins og GusGUs í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík

Ásgeir Helgi Magnússon fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Fullkominn dagur til drauma í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Cameron Corbett fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Fullkominn dagur til drauma í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Emelía Benedikta Gísladóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Mínus 16 í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

Þyrí Huld Árnadóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Fullkominn dagur til drauma í sviðssetningu Íslenska dansflokksins

BARNASÝNING ÁRSINS 2012

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN
Höfundar Helga Arnalds og Charlotte Böving

Sviðssetning 10 fingur

SKÝJABORG

Höfundur Tinna Grétarsdóttir

Sviðssetning Tinna Grétarsdóttir og hópurinn í samstarfi við Þjóðleikhúsið

GÓI OG BAUNAGRASIÐ
Höfundur Guðjón Davíð Karlsson

Sviðssetning Borgarleikhúsið og Baunagrasið

ÚTVARPSVERK ÁRSINS 2012

Egils saga
útvarpsleikgerð eftir Morten Cranner

Þýðandi leiktexta: Ingunn Ásdísardóttir

Þýðandi bundins máls: Þórarinn Eldjárn

Tónlist: Hildur Ingveldar- Guðnadóttir

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikstjóri: Erling Jóhannesson
Framleiðandi: Útvarpsleikhúsið á RÚV

Fjalla-Eyvindur

eftir Jóhann Sigurjónsson
Útvarpsleikgerð: Marta Nordal

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikstjóri: Marta Nordal

Framleiðandi: Útvarpsleikhúsið á RÚV

Ástand

eftir Ásdísi Thoroddsen

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen

Framleiðandi: Gjóla ehf. í samstarfi við Útvarpsleikhúsið á RÚV

SPROTI ÁRSINS 2012

Kári Viðarsson og leikhúsið Frystiklefinn í Rifi á Snæfellsnesi

Leikhópurinn 16 elskendur og uppfærsla þeirra á verkinu Sýning ársins

Leikhópurinn Sómi þjóðar og uppfærsla þeirra á verkinu Gálma

Uppfærslan Matarleikhús Völuspá – Teater Republique í samvinnu við Norræna húsið

Tinna Grétarsdóttir danshöfundur og uppfærsla hennar á verkinu Skýjaborg

 

{mos_fb_discuss:3}