Þú kemst þinn veg eftir Finnboga Þorkel Jónsson verður sýnt í Tjarnarbíói 15. október. Höfundur verksins og sjálfur Garðar Sölvi, sá sem verkið byggir á, spjalla við áhorfendur eftir sýningu.

Garðar hefur glímt við geðklofa frá unga aldri. Hann lifir í dag eftir umbunarkerfi sem hann þróaði sjálfur til að takast á við geðklofann og lífið. Í dag vegnar Garðari vel og hann flytur fyrirlestra í skólum og stofnunum um umbunarkerfið og líf sitt með geðklofa. Finnbogi Þorkell Jónsson, höfundur og leikari verksins, hefur unnið að verkinu síðast liðin tvö ár en verkið er byggt á viðtölum hans við Garðar.

Þú kemst þinn veg veitir einstaka innsýn í lífsbaráttu manns með geðsjúkdóm. Batann og bakslögin, líf á ofsahraða og líf einn dag í einu. Verkið er mannlegt, beinskeytt, heiðarlegt og fyndið.

Verkið var sýnt í Norræna húsinu fyrr á þessu ári, en verður nú sýnt í leikhúsi í fyrsta sinn.

„Gert á afar sannfærandi og fyndinn hátt.“ – Silja Aðalsteinsdóttir, TMM

Sýningartímar

Fimmtudagur 15. október, kl. 20:30

Miðvikudagur 21. október, kl. 20:30

Sunnudagur 25. október, kl. 20:30

Aðstandendur

Höfundur og leikari: Finnbogi Þorkell Jónsson

Leikstjóri og dramatúrg: Árni Kristjánsson

Tónlist: Svavar Knútur

Grafísk hönnun: Benjamín Mark Stacey

Ljósmyndir: Flores Axel Böðvarsson

Tæknimaður: Stefán Ingvar Vigfússon

Framleiðandi: Jenný Lára Arnórsdóttir