Þrjú leikrit með einum leikara

Þrjú leikrit með einum leikara

Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, hefur sannarlega vakið athygli fyrir að fara sínar eigin leiðir. Eitt árið sýndi leikhúsið vestfirska verðlaunaleikinn Gísla Súrsson í sólarhring. Nú er enn eitt kómíska ævintýrið í loftinu. Því Kómedíuleikhúsið ætlar að sýna þrjá einleiki sama kveldið og ekki nóg með það heldur er sami leikari í þeim öllum. Sýningarstaðurinn er Félagsheimilið í Bolungarvík og sýnt verður föstudaginn 4. mars. Sýndir verða þrír einleikir sem eiga það eitt sameiginlegt að allir fjalla þeir um útlaga. Við erum ekki að tala um bara einhverja útlaga heldur þá þekktustu í Íslandssögunni. Það er ekkert öðruvísi.

Verkin þrjú sem sýnd verða í Bolungarvík 4. mars eru verðlaunleikurinn Gísli Súrsson, Grettir og loks Fjalla-Eyvindur. Leikari í öllum þremur verkunum er Elfar Logi Hannesson. Stutt hlé verður gert á milli leikjanna og víst er að þetta verður varla endurtekið. Svo rétt er að hvetja áhugasama til að bóka miða strax á þrefalda leiksýningu Kómedíuleikhússins í Bolungarvík.

Miðasala er þegar hafin í síma: 690 2303.

 

grettir

fjalla_eyvindur

0 Slökkt á athugasemdum við Þrjú leikrit með einum leikara 1149 29 febrúar, 2016 Allar fréttir, Vikupóstur febrúar 29, 2016

Áskrift að Vikupósti

Karfa