Freyvangsleikhúsið setur nú upp leikritið Þrek og tár, eitt af ástsælustu verkum Ólafs Hauks Símonarsonar. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og tónlistarstjóri Ingólfur Jóhannsson.

Í upphafi verksins hittum við Davíð, ungan og hæfileikaríkan tónlistarmann, sem snýr aftur heim til Íslands eftir nám erlendis og hann tekur okkur í ferðalag til liðinna tíma. Við göngum inn í minningar hans um Reykjavík við upphaf sjöunda áratugarins og gleðjumst og syrgjum með fjölskyldu hans í lífi og starfi, vinum þeirra og nágrönnum sem hver og einn á sína sögu. Tónlistin er í hávegum höfð í fjölskyldunni og hér hljóma lög eins og Þrek og tár, Heimþrá og Í rökkurró sem voru vinsæl lög á þessum tíma.

Frumsýnt verður 23. febrúar og sýningar verða föstudaga og laugardaga fram á vor.

Næstu sýningar:
Frumsýning 23. febrúar – UPPSELT
2. Sýning 24. febrúar
3. Sýning 2. mars
4. Sýning 3. mars

Allar sýningar hefjast kl. 20.00