Leikfélag Hafnarfjarðar hefur komið á fót vefleikhúsi sem sýnir reglulega á Facebook undir yfirskriftinni Hið fordæmalausa. Forsmekkur var gefinn í síðustu viku með verkinu Á tveimur spretthörðum eftir Stefán Hápunkt í leikstjórn Ólafs Þórðarsonar. Sýning nr. 2 er nú komin vefinn en hún heitir Þetta á aldrei eftir að ganga og er eftir Reyni Friðriksson en Sigrún Tryggvadóttir leikstýrir. Hægt er að sjá verkin með því að smella á heiti þeirra hér að ofan. Listin finnur sér alltaf farveg.