Grímuverðlaunin voru afhent í tíunda sinn fyrr í kvöld, við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpunni. Gríman er uppskeruhátíð leikhúsfólks og það er Leiklistarsamband Íslands, heildarsamtök sviðslistanna á Íslandi, sem hefur veg og vanda að Grímuverðlaununum.

Veitt voru verðlaun í 18 flokkum sviðslista auk heiðursverðlauna veitt þeim listamanni er skilað hefur framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista. Alls komu 89 sviðslistaverkefni til álita til Grímunnar í ár sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar með verðlaunin eftirsóttu í huga. Þar af voru 23 danssýningar, 9 barnasýningar og 7 útvarpsverk. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna.

Tengdó vann til alls 4 verðlauna; Leiksýning ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikskáld ársins og hljóðmynd ársins.

Barnasýning ársins var sýningin Skrímslið litla systir mín.

Listi yfir öll Grímuverðlaun 2012:

SÝNING ÁRSINS 2012

TENGDÓ

eftir Val Frey Einarsson

leikstjórn Jón Páll Eyjólfsson

sviðssetning CommonNonsense og Borgarleikhússins

 

LEIKSKÁLD ÁRSINS 2012

Valur Freyr Einarsson fyrir leikverkið Tengdó í sviðssetningu CommonNonsense og Borgarleikhússins

 

LEIKSTJÓRI ÁRSINS 2012

Guðjón Pedersen fyrir leikstjórn í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

LEIKARI ÁRSINS 2012 Í AÐALHLUTVERKI

Valur Freyr Einarsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Tengdó í sviðssetningu CommonNonsense og Borgarleikhússins

 

LEIKKONA ÁRSINS 2012 Í AÐALHUTVERKI

Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

LEIKARI ÁRSINS 2012 Í AUKAHLUTVERKI

Björn Thors fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Afmælisveislunni í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

LEIKKONA ÁRSINS 2012 Í AUKAHLUTVERKI

Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Heimsljósi í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

LEIKMYND ÁRSINS 2012

Ilmur Stefánsdóttir fyrir leikmynd í leiksýningunni Hreinsun í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

BÚNINGAR ÁRSINS 2012

Filippía I. Elísdóttir fyrir búninga í óperunni Töfraflautunni í sviðssetningu Íslensku óperunnar

 

LÝSING ÁRSINS 2012

Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Hreinsun í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

TÓNLIST ÁRSINS 2012

Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson fyrir tónlist í leiksýningunni Sögu Þjóðar í sviðsetningu Hunds í óskilum, Leikfélags Akureyrar og Borgarleikhússins

 

HLJÓÐMYND ÁRSINS 2012

Davíð Þór Jónsson fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Tengdó í sviðssetningu CommonNonsense Borgarleikhússins

 

SÖNGVARI ÁRSINS 2012

Þór Breiðfjörð fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Vesalingunum í sviðssetningu Þjóðleikhússins

 

DANSHÖFUNDUR ÁRSINS 2012

Anton Lachky fyrir kóreografíu í dansverkinu Fullkominn dagur til drauma. Verkið var unnið í samvinnu við dansara Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Sviðssetning Íslenski dansflokkurinn

 

DANSARI ÁRSINS 2012

Ásgeir Helgi Magnússon fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Á vit í sviðssetningu Íslenska dansflokksins og GusGUs í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík

 

BARNASÝNING ÁRSINS 2012

SKRÍMSLIÐ LITLA SYSTIR MÍN

Höfundar Helga Arnalds og Charlotte Böving

Sviðssetning 10 fingur

 

ÚTVARPSVERK ÁRSINS 2012

Egils saga

útvarpsleikgerð eftir Morten Cranner

Þýðandi leiktexta: Ingunn Ásdísardóttir

Þýðandi bundins máls: Þórarinn Eldjárn

Tónlist: Hildur Ingveldar- Guðnadóttir

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikstjóri: Erling Jóhannesson

Framleiðandi: Útvarpsleikhúsið á RÚV

 

SPROTI ÁRSINS 2012

Leikhópurinn 16 elskendur og uppfærsla þeirra á verkinu Sýning ársins