Allra síðustu sýningar Halaleikhópsins á verkinu Góðverkin kalla! munu fara fram 19. og 20. mars næstkomandi. Uppselt er á fyrri sýninguna. Sýningin hefur hlotið mikið lof og mikið hlegið enda hefur verið nánast fullt út úr dyrum á hverri sýningu. Sýnt er í húsnæði Halaleikhópsins að Hátúni 12 og hefjast sýningar kl. 17:00.

Miðapantanir eru í síma 897-5007 og á midi@halaleikhopurinn.is

Miðasalan opnar 1 1/2 tíma fyrir hverja sýningu.
Miðaverð er 1500 kr. og 1000 kr. fyrir börn 12 ára og yngri.
Hópafsláttur fyrir 10 manns eða fleiri 1200 kr. miðinn. Greitt fyrirfram.

{mos_fb_discuss:2}