Sýningar á tvíleiknum Með fulla vasa af grjóti hefjast að nýju á Stóra sviði Þjóðleikhússins á fimmtudagskvöldið, en sýningin gekk þar fyrir fullu húsi í haust, þar til gera þurfti hlé á sýningum vegna annarra anna leikara. Tekið var forskot á sæluna með tveimur sýningum á Akureyri um liðna helgi, og er skemmst frá því að segja að Norðlendingar tóku þessari frábæru sýningu með kostum og kynjum og fylltu Samkomuhúsið.

Sýningin fékk afbragðs viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd á Stóra sviðinu þann 15. september síðastliðinn, rétt eins og þegar hún var fyrst sýnd í Þjóðleikhúsinu í árslok 2000. Með fulla vasa af grjóti er ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum, enda bráðskemmtilegt verk, fullt af leiftrandi gamansemi og hlýju, þar sem þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson fara á kostum.

Aðeins verður um nokkrar aukasýningar á verkinu að ræða, og því um að gera að tryggja sér miða í tíma.