Sviðslistahátíðin artFart fer fram í Reykjavík dagana 5. – 22. ágúst. Dagskráin í ár er æsispennandi og hefur hátíðin aldrei verið stærri. Það er einnig óhætt að segja að hátíðin sé stærsta sviðslistahátíðin á Íslandi í dag Þema hátíðarinnar í ár er óhefðbundin rými og mun hún mun fara fram um alla Reykjavík, til dæmis á BSÍ, Norðurpólnum, Útgerðinni,  Elliðaárdalnum, galleríum og kjöllurum.

Meðal hápunkta í ár eru ókeypis vinnustofa með breska listamanninum Richard DeDomenici sem hefur meðal annars sýnt í Tate Modern, sýning norska leikhópsins Stella Polaris á Menningarnótt, sýning sem var frumsýnd á Ólympíuleikunum í Lillehammer, auk fjölda nýrra innlendra sem og erlendra frumsýninga sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Ferð þeirra er styrkt af Vodafone og Ármanni

Í tilefni af þema hátíðarinnar mun fara fram í fyrsta skipti Reykjavík Public Space Programme, Þetta er nýr hluti á artFart sem snýr að list í almenningsrýmum. Undir hatti Public Space Programme eru vinnustofur, fyrirlestrar og þriggja vikna gestadvalir þar sem þremur listamönnum og hópum verður veitt aðstaða til að þróa ný verk í almenningsrýmum, en það eru Árni Kristjánsson og Inga Maren Rúnarsdóttir og hópurinn Kviss Búmm Bang.

artFart er listahátíð sem haldin er árlega í Reykjavík af Sambandi ungra sviðlistamanna. Hátíðin samanstendur af sýningum, listviðburðum, fyrirlestrum og vinnustofum sem hafa það að markmiði að efla nýsköpun og styðja við tilraunamennsku í íslenskri sviðslist sem og að bjóða landsmönnum upp á framsækna sviðslist.

Hátíðin í ár er styrkt af Kultur Kontakt Nord, Reykjavíkurborg og Mennta – og menningamálaráðuneytinu

Opnunarhóf hátíðarinnar fer fram í Útgerðinni Hugmyndahúss háskólanna 5. ágúst næstkomandi kl 20:00 og eru allir velkomnir

{mos_fb_discuss:2}