Súperstar á Laugarbakka

Súperstar á Laugarbakka

Leikdeild Umf. Grettis á Laugarbakka í Miðfirði í samstarfi við Leikhópinn á Hvammstanga setti upp rokkóperuna Súperstar síðustu páska í Félagsheimilinu Hvammstanga. Þátttakendur sem voru allir heimamenn voru 38 talsins og var sýnt fyrir fullu húsi í fimm skipti.  Ákveðið var að setja upp áhorfendapalla með því að stafla upp 600 vörubrettum svo að allir sæu vel til sviðs.  Leikstjóri var Siguður Líndal Þórisson sem er nýfluttur í heimahaga sína eftir 20 ára búsetu í London.

Alls var áhorfendafjöldi um 900 manns og tókust sýningar mjög vel.

Superstar_umf.grettir_2016

0 Slökkt á athugasemdum við Súperstar á Laugarbakka 1484 12 maí, 2016 Allar fréttir, Vikupóstur maí 12, 2016

Áskrift að Vikupósti

Karfa