Þriðja úthlutun úr Prologos, leikritunarsjóði við Þjóðleikhúsið, hefur nú farið fram.  Alls bárust 53 umsóknir frá 44 aðilum um styrk til að þróa leikhandrit og vinna að leiksmiðjuverkefnum.
Ákveðið var að veita tvo styrki til þróunar leikhandrita og tvo styrki vegna leiksmiðjuverkefna. Að auki hlaut eitt leiksmiðjuverkefni framhaldsstyrk.

Umsóknarfrestur vegna næstu úthlutunar er til 15. september nk. Allar nánari upplýsingar um Prologus leikritunarsjóðinn eru á heimasíðu Þjóðleikhússns www.leikhusid.is.

Markmið Leikritunarsjóðsins Prologos er að hlúa að leikritun á Íslandi og efla höfundastarf við Þjóðleikhúsið. Sjóðnum er einnig ætlað að stuðla að framþróun og eflingu leiklistarinnar með leiksmiðju- og tilraunaverkefnum þar sem teflt er saman fólki úr ólíkum listgreinum.

Styrkhafar að þessu sinnu eru:

Handritsstyrkir:
Útlendingabók – Jón Atli Jónasson.
Útlagar – Hjálmar Hjálmarsson.

Leiksmiðjuverkefnum:
Verði þér að góðu! – Ég og vinir mínir/Álfrún Helga Örnólfsdóttir.
Shake me/Hristu mig – Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan/ Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir.

Framhaldsstyrkur:
Af ástum manns og hrærivélar – Ilmur Stefánsdóttir, Kristján Ingimarsson, Valur Freyr Einarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir.