Í kvöld lýkur rennur út skilafrestur fyrir Stuttverkasamkeppnina. Á miðnætti í kvöld, fimmtudaginn 26. október þurfa handrit að hafa borist.

Smelltu á tengilinn hér að neðan til að fá nánari upplýsingar um reglur og fyrirkomulag.
stuttv_samk_2006_med.jpgÁrið 2003 stóð Leiklistarvefurinn fyrir samkeppni í ritun stuttra leikþátta. Mæltist framtakið vel fyrir og var þátttaka afar góð. Nú stendur til að endurtaka leikinn og halda sambærilega keppni. Í þetta sinn verða peningaverðlaun í boði:

Fyrir 1. sæti: Kr. 25.000
Fyrir 2. sæti: Kr. 15.000
Fyrir 3. sæti: Kr. 10.000

Engin skilyrði eru um efni eða form verkanna nema að þau mega að hámarki vera 800 orð að lengd. Verkin mega ekki hafa verið sýnd eða birt á öðrum vettvangi áður.

Verkin skal senda á netfangið vilborg@leiklist.is, merkt með dulnefni, en rétt nafn, heimilisfang, sími og netfang skulu einnig fylgja með. Aðeins framkvæmdastjóri Bandalagsins mun hafa vitneskju um rétt nafn höfundar.

Handritum skal skila í einföldu textaformi (plain text, ekki Word). Einfaldast er að líma textann beint inn í tölvupóst og senda hann þannig.

Ef fleiri en 15 verk berast verður skipuð forvalsnefnd sem velur þau 15 bestu að hennar mati og verða þau birt á Leiklistarvefnum þar sem lesendur velja sigurvegara.

Skilafrestur er til miðnættis fimmtudaginn 26. október. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 30. október til 8. nóvember og úrslit verða tilkynnt 10 nóvember.

Keppnin er öllum opin nema starfsmönnum Leiklistarvefjarins og forvalsnefnd.