Nú fer að líða að frumsýningu Stúdentaleikhússins á nýju frumsömdu verki sem kallast Gestasprettur en það ver verður frumsýnt laugardaginn 7.nóvember. Stúdentaleikhúsið kaus nýja stjórn í byrjun leikársins og réð sú stjórn Tinnu Lind Gunnarsdóttur leikkonu til okkar sem leikstjóra og Valgerði Rúnarsdóttur dansara sem umsjónarmann hreyfinga og
kóreógrafíu. Hafist var við handa að skapa verk sem er samsett leikverk, algerlega í höndum leikhópsins, leikstjórans og kóreógrafers. Leikhópurinn samanstendur að þessu sinni af 18 hæfileikaríkumleikurum sem allir sýna sitt besta í þessari sýningu.
Hin nýja stjórn stúdentaleikhússins samanstendur af ungu og efnilegu leikhúsáhugafólki þau eru Eygló Margrét Stefánsdóttir, Hanna Þórsteinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Særós Rannveig Björnsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Halldóra Rut Bjarnadóttir. Fyrir utan að sjá um allt utanumhald sýninganna á þessu leikári hefur stjórnin lífgað við heimasíðu stúdentaleikhússins sem hefur slóðina www.studentaleikhusid.is. Þar má sjá myndir bæði frá gömlum og nýjum sýningum, upplýsingar um leikara ásamt myndum af þeim sem og fréttatilkynningum um hvað er á döfinni hjá Stúdentaleikhúsinu að hverju sinni.
Stúdentaleikhúsið vinnur að verkefni í sambandi við 80 ára afmæli félagsins og nefnist það: Hjartsláttur – Stúdentaleikhúsið 80 ára. Af því tilefni verður gefið út afmælisrit sem kemur út um miðjan nóvember og á heimasíðu félagsins verður sérstök undirsíða tileinkuðafmælinu og þar verður hægt að skoða leikskrár og myndir frá gömlum sýningum leikhússins.
Sýningaráætlun fyrir Gestasprett er eftirfarandi:
Frumsýning 7. nóvember kl. 20:00
2. sýning 9. nóvember kl. 20:00
3. sýning 11. nóvember kl. 20:00
4. sýning 12. nóvember kl. 20:00
5. sýning 14. nóvember kl. 20:00
6. sýning 14. nóvember kl. 23:00
7. sýning 17. nóvember kl. 20:00
8. sýning 18. nóvember kl. 20:00
Lokasýning 20. nóvember kl. 20:00
Sýningin er sýnd að Skipholti 11-13 og miðapantanir eru í síma 8678640 eða á www.studentaleikhusid.is