Laugardaginn 27. frumsýnir Stúdentaleikhúsið splunkunýjan íslenskan gamanleik, Lífið liggur við – grafalvarlegan skrifstofufarsa eftir Hlín Agnarsdóttur, leikstjóra verksins, í samvinnu við leikhópinn. Sýnt er í kjallara Norræna hússins.

Það eru krepputímar í fyrirtækinu Mannleg samskipti group þar sem forstjórinn Guðmundur stendur á krossgötum. Eiginkonan er að yfirgefa hann og sumir starfsmenn fyrirtækisins kunna ekki almenna mannasiði. Á nokkrum fundum í fyrirtækinu sjáum við hvernig Guðmundi gengur að fást við undirmennina.
 
Leikendur eru Hafliði Arnar Hafliðason, Erla Steinþórsdóttir, Lana Íris Guðmundsdóttir, Snjólaug Dís Lúðvíksdóttir , Sigurður Hólm, Atli Sigurjónsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Sigríður Eir Zophaníasdóttir, Ágústa Ósk Backman, Ugla Egilsdóttir
 
Tónlist er eftir Hafliða Arnar Hafliðason, Erlu Steinþórsdóttur og Uglu Egilsdóttur. Um leikmynd, búninga og ljós sáu Stúdentaleikhúsið og Arnar Ingvarsson. Aðstoðarmenn leikstjóra eru Helgi Bergmann og Hulda Lovísa
 
Sýningin tekur 90 mínútur í flutningi. Ekkert hlé.
Almennt miðaverð: 1500 kr., 1000 kr. fyrir nemendur
 

{mos_fb_discuss:2}