Stjórnarfundur 8. október 2004

Stjórnarfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 8. okt. 2004, haldinn á Akureyri.

Mættir:
Úr aðalstjórn: Einar Rafn Haraldsson, Hörður Sigurðarson, Guðrún Halla Jónsdóttir, Júlíus Júlíusson og Lárus Vilhjálmsson.
Úr varastjórn: Ármann Guðmundsson, Guðrún Esther Árnadóttir og Margrét Tryggvadóttir.
Starfsmenn: Vilborg Valgarðsdóttir og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.

1. Fundargerð úthlutunarfundar:
Fundargerð samþykkt.

2. Dagskrá haustfundar:
a: Lárus talar fyrir liðnum Leiklistarhátíð 2005. Skráningarblöðum fyrir starfsmenn verður dreift og í framhaldinu send til leikfélaga. Ákveðið að setja í gang vinnuhópa og fara í vettvangskoðun á sýningarstaði. Rætt um staðsetningu hátíðarklúbbs, hvort betra væri að hafa hann nær miðbæ. Umræður um skipan í nefndir hátiðarinnar s.s. fjáröflunar, kynningar og sýningarskrá. Athuga með fólk í þær.
Leiklistarskólinn: Gunnhildur talar fyrir honum.
Framkvæmdastjóri talar fyrir Grímunni. Ákvörðun hefur verið tekin um að gera “grímu” tilraun, án þess að ákvörðun hafi verið tekin um að framhald eða þátttöku sé að ræða. Þarf að samþykkja þáttöku á aðalfundi og skipuleggja þarf vel framkvæmdina á tilrauninni.
Hörður talar fyrir nýjum úthlutunarreglum og einnig fyrir Margt smátt
Ármann vill kynna hugmynd um gagnabanka á vefnum þar sem leikfélög geta skráð eigur sínar og önnur félög skoðað. Sigurður Pálsson hefur tekið að sér að hanna þennan vef.

3. Útgáfa ársritsins:
Búið að senda ársritið út . Gerð athugasemd við dálkaskiptingar. Mönnum þótti ritið gott og efni óvenju mikið.

4. Leiklistarskólinn, námskeiðaáætlun.
Verður kynnt á haustfundi. Stjórn treystir nefndinni til að gera námskeiðaáætlun. Rætt um hvort það sé ekki þörf á því að leggja drög að langtímastarfi skólans. Einnig var rætt um staðsetningu skólans í ljósi hugsanlegra breyttra aðstæðna á Húsabakka. Hugmyndir komu um aðra staði eins og t.a.m. Skóga og Reykjanes.

Einar Rafn bar upp tillögur skólanefndar að námskrá leiklistarskóla BÍL 2005. Samþykkt.

5. Vefmál.
Hörður ósáttur við fyrirtækið sem þjónustar leiklistarvefinn. Þeir hafa ekki staðið við gefin loforð og tilefni þykir til að gera alvarlega athugasemd við það. Nýtt spjallkerfi, kannanakerfi og verslunarkerfi á að vera löngu komið. Viborg og Hörður taka að sér að fylgja þessu eftir.

6. Fjárlaganefnd.
Vilborg er búin að panta tíma hjá fjárlaganefnd. Þörf á að semja erindi til nýs ráðherra með innifalinni stuðningsósk varðandi L2005. Hægt að sækja um sérverkefni á mennta-málaráðuneytisvefnum undir “Ýmis menningarverkefni”. Rætt hefur verið óformlega við menntamálaráðherra.
Viborgu, Lárusi og Herði falið að tala við ráðherra. Úr umræðuhópi á bandalagsþingi kom hugmynd um að bjóða menntamálaráðherra á lokadag skólans.

7. Þjóðleikhúsið.
Bréf til þjóðleikhússtjóra er ekki farið. Ákveðið að senda það sem fyrst.

8. Margt smátt.
17 umsóknir bárust frá 7 félögum. 11 þættir frá 6 félögum voru valdir. Nefnd lýsti hugmyndum sínum að dagskrá og leist fólki vel á.

Fundi frestað til morguns
Fundi framhaldið. 9.10.

Margt smátt: frh.
Ákveðið að gera ódýra leikskrá og leggja áherslu á það við Borgarleikhúsið að kynna hátíðina betur en í fyrra.

9. Saga BÍL
Bréf frá Bjarna Guðmarssyni lagt fyrir fundinn þar sem hann fer fram á framlengingu á starfstíma til að ljúka verkinu fram að áramótum. Samþykkt að samþykkja frestinn, en ekki verður um frekari frestun að ræða. Ákveðið að leita eftir verðhugmyndum um umbrot og prentun þegar handritið verður komið.

10. Erlent samstarf

a)  Neata hátíð og Nar fundir
Stjórnarfundur NEATA. Rætt um samrunahugmyndir NAR og NEATA. Niðurstaða þess máls er á þá leið að NAR myndi ekki sameinast NEATA nema til komi peningar frá NEATA. Íslendingar halda NEATA hátíð 2010. Rætt var um gæðamat við val á sýningum. Athugasemdir við sýningar frá Noregi og Belgíu. Athugasemdir við vinnubrögð NAT við val sýninga á hátíðir. Gagnrýni kom fram á forseta IATA.

b) NAR fundur í Lillehammer.
Einar Rafn sagði frá skemmtilegri reynslu af litlu einkaleikhúsi lengst uppi í fjöllum Norður-Noregs. Á fundinun kom fram  að það væri skýrt að NAR má ekki nota styrkjapeninga til að styrkja NEATA. Umræður urðu um Nordisk Kulturfond og hvernig hægt er að fá styrki úr honum.. Einstaklingar eru orðnir félagar í sænska og danska bandalaginu, ekki lengur bara leikfélögin. Danmörk og Noregur eru að taka “amatör” út úr nöfnum bandalaganna. Danmörk á pláss í forvali fyrir hátíðina í Mónakó, lét Íslendingum það eftir. Hugleikur fékk meðmæli frá bæði formanni og framkvæmdastjóra NEATA. Ráðstefna verður haldið í Færeyjum þar sem mönnum verður m.a. kennd vinnubrögð við að sækja um styrki í menningarsjóði Evrópusambandsins. NAR vefur borgar stórfé fyrir hýsingu. Spurning hvort við bjóðumst til að hýsa hann. Í ljós kom að varaformenn hafa verið að sitja NAR fundi sem aðalfulltrúar, m.a. verðandi formaður NAR, það er ekki í samræmi við lög NAR. Rætt um að  ferðastyrkir frá NAR séu ekki nærri nógu háir.  Einar fór yfir forgangsröð í úthlutunarreglum NAR.

c.  Skrifstofumót í Færeyjum í lok október.
Samþykkt að senda báða starfsmenn þangað.

11. Myndbönd leikársins
Einar tók við fyrstu spólunni í tilraunaverkefni stjórnar með að sjá allar sýningar aðildarfélaganna.

Fundi frestað til sunnudags.
Fundi framhaldið sunnudaginn 10.10

Einar Rafn Haraldsson, Guðrún Esther Árnadóttir og Margrét Tryggvadóttir fjarverandi. Guðrún Halla Jónsdóttir tók við fundarstjórn.

12. Norrænt skrifstofumót í Færeyjum
Rætt um skrifstofumót í Færeyjum, sem starfsmenn fara á. Vilborg sagði frá því að þar yrði m.a. haldið námskeið í því hvernig stal sækja um styrki í menningarsjóði Evrópusambandsins.

13. Margt smátt
Rætt um viðbrögð við athugasemdum sem fram komu um val á stuttverkahátíðina Margt smátt. Stjórn komst að þeirri niðurstöðu að hún gæti illa svarað fyrir valnefnd þar sem hún hefði ekki heyrt annan rökstuðning en þann sem fundurinn hefði þegar heyrt.

14. Næsti stjórnarfundur
Stjórn þykir sýnt að það þurfi að halda stjórnarfund fyrir áramót. Ákveðið að það verði gert eftir 19. nóvember.

Fleira ekki gert – fundi slitið.
Lárus Vilhjálmsson ritari

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 8. október 2004 730 07 september, 2005 Fundir september 7, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa