Stjórnarfundur 8. og 9. júlí 2005

Stjórnarfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn 8. og 9. júlí 2005 í þjónustumiðstöðinni að Laugavegi 96.

Mættir:
Úr aðalstjórn: Hörður Sigurðarson, Júlíus Júlíusson og Lárus Vilhjálmsson.
Úr varastjórn: Ármann Guðmundsson og Ólöf A. Þórðardóttir.
Starfsmenn: Vilborg Valgarðsdóttir.
Boðuð forföll: Guðrún Halla Jónsdóttir formaður, Hrund Ólafsdóttir varamaður og Embla Guðmundsdóttir ritari.
Fjarverandi:  Ingimar Björn Davíðsson varamaður.
Margrét Tryggvadóttir boðaði seinkun og mætti klukkan 15:45.
 
Fundur settur kl. 14:00 þann 8. júlí af Lárusi Vilhjálmssyni.

1. Úthlutun styrkja
Farið var yfir innsendar styrkumsóknir aðildarfélaganna og tillaga gerð að úthlutun styrkja Menntamálaráðuneytisins.
Alls sóttu 38 félög um styrki til 65 leiksýninga og leikþátta, 4 samsettra dagskráa, 17 leiklistarnámskeiða og 48 nemenda í Leiklistarskóla BÍL.
Umsóknir þetta árið voru í sögulegu lágmarki.

Stjórn gerir tillögu að styrk þegar fyrir liggur gild umsókn og gögn skv. úthlutunarreglum BÍL og því var eftirfarandi umsóknum hafnað:

-Umsókn frá Leikfélagi Blönduós fyrir skemmtidagskrá á þorrablóti.  Ekki er veittur styrkur fyrir leiklestra.
-Umsókn frá Leikfélagi Hólmavíkur fyrir Bændahátíð.  Ekki veittur styrkur fyrir leiklestra.
-Umsókn Leikfélags Hörgdæla fyrir Fiðring.  Ekki veittur styrkur þar sem gögn vantar.
-Leikfélag Vestmannaeyja fyrir Tyrkjaránið 1627.  Ekki veittur styrkur vegna leiklestra.
-Leikfélagið Grímnir fyrir Grandferð með Eyjarún.  Ekki veittur styrkur vegna leiklestra.
-Leikfélag Seltjarnarness fyrir Galdrakarlinn í OZ – hluti.  Ekki veittur styrkur þar sem gögn vantar.
-Ungmennafélag Reykdæla með Lög frá liðinni tíð. Þetta er ekki leiksýning að mati stjórnar.

Eftirfarandi umsóknir um sérstakt frumkvæði voru samþykktar:
-Umsókn frá leikfélagi Hafnarfjarðar fyrir Að sjá til þín maður samþykkt vegna metnaðarfulls starfs félagsins á leikárinu.
-Umsókn frá Leikfélagi Húsavíkur fyrir Sambýlinga samþykkt vegna skemmtilegrar nálgunar þar sem leitað var til fagaðila.
-Umsókn frá Leikfélagi Kópavogs fyrir Memento Mori samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar og glæsilegra búninga.  
-Umsókn frá Leikfélagi Kópavogs fyrir Allra kvikinda líki samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar.
-Umsókn frá Leikfélagi Reyðarfjarðar fyrir Álagabæinn samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar.
-Umsókn frá Leikfélagi Vestmannaeyja fyrir Stylle Øy samþykkt vegna sérstakrar vinnu og góðrar skipulagningar.
-Umsókn frá Leikklúbbnum Sögu fyrir Davíð Oddsson Súperstar samþykkt vegna ferskrar og frumlegrar framsetningar.
-Umsókn frá Stúdentaleikhúsinu fyrir Þú veist hvernig þetta er samþykkt vegna ferskrar og frumlegrar framsetningar.
-Umsókn frá Sólheimaleikhúsinu fyrir Ævintýri Þumalínu samþykkt vegna nýstárlegrar útfærslu.
-Umsókn frá Umf. Íslendingi, leikdeild fyrir Bláa hnöttinn vegna vel útfærðra tæknilausna.

2.  Starfsáætlun 2005 – 2006
1)  Rekstur þjónustumiðstöðvar í samræmi við lög BÍL.  
Búið er að fá tilboð í nýja hurð á jarðhæð bakatil í þjónustumiðstöð og glugga bakatil á II. hæð og er kostnaður um 200.000,-  og greiðir BÍL rúmlega 20%.
2)  Rekstur fasteigna samkvæmt viðhaldsáætlun.  
Sjá lið 1.
3)  Útgáfa ársrits fyrir leikárið 2004 – 2005.  
Unnið á sama hátt og fyrri útgáfur. Uppsetning á ársritinu hefst í september og verið er að safna efni.  Umræður um efni í ritið og m.a. að formaður skrifi leiðara, einnig að fá leyfi hjá Morgunblaðinu til að birta viðtalið við Danute Vaigauskaite og athuga með að fá ferðapistil frá Hugleik vegna ferðar þeirra á NEATA hátíð í Eistlandi síðasta sumar.
4)  Starfsemi leiklistarskóla BÍL skv. námskeiðsáætlun.  
Umræða um helgarnámskeið sem hugsað er 1. og 2. október – kanna hjá félögum og þeim sem hafa farið á leikstjóranámskeið hvort þörf sé fyrir þetta og áhugi hjá félögum.  
Gera að tilllögu að leiklist I verði í boði næsta sumar í skólanum.
Athuga á með könnun hvernig nám í skólanum hefur skilað sér inn í félögin.  Tilllaga að skólanefnd útbúi spurningarlista.
Óánægjuraddir hafa heyrst vegna þess að þeir sem fara á helgarnámskeið fá ekki merki skólans. Samþykkt af stjórn að skólanefnd ráði þessu í framtíðinni.
Skólanefnd hefur lagt fram beiðni um skipun kynningarnefndar vegna 10 ára starfsafmælis skólans á næsta ári og verður Gunnhildur Sigurðardóttir, formaður skólanefndar, boðuð á fund stjórnar vegna þess máls í september.
5)  Rekstur vefsíðunnar leiklist.is samkvæmt tillögum vefnefndar.  
Fyrirhugaður flutningur á vefnum ræddur en gerður hefur verið samningur við veflausnafyrirtækið Cinq um hönnun á nýjum vef en eins og áður hefur komið fram fór Vefsýn í gjaldþrot fyrr á árinu en það fyrirtæki hefur hýst vefinn frá stofnun. Einnig rætt að fá félaga  til að skrifa útdrátt úr verkum fyrir leikritasafnið þar sem það vantar.

– Margrét yfirgefur fund klukkan 18:45.

6)  Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum til starfsemi áhugaleikfélaganna, þjónustumiðstöðvar Bandalagsins og leiklistarskóla þess.  
Búið er að vinna töluvert í þessu.  Ræða þarf aftur við Þorgeir Ólafsson í Menntamála-ráðuneytinu og sjá hvort beiðni um hækkun hafi farið frá þeim inn í fjárlögin.  Ýta þarf á stjórnmálamenn að tala fyrir þessu máli.  Þetta þarf að kanna í ágúst.
7)  Halda áfram samstarfi við Þjóðleikhúsið með Athyglisverðustu áhugasýningu ársins.  Þjóðleikhúsið (Hlín Agnarsdóttir) hefur áhuga á áframhaldandi samstarfi, þetta kom fram í samtölum við hana á síðasta aðalfundi.  Ákveðið var að fá fund með Þjóðleikhúsinu í haust þegar starfsemi hefst hjá þeim.

Sérverkefni starfsársins.
1)  Halda alþjóðlega leiklistarhátíð á Akureyri dagana 22. – 26. júní 2005.
Sér liður í fundargerð.
2)  Stefna að útgáfu Sögu Bandalagsins 1950 – 2000 á leikárinu.  
Nokkrar athugasemdir hafa borist frá þeim sem lesið hafa yfir og er Bjarni að vinna í breytingum.  Ákveðið var að hafa myndakvöld í ágúst.  Reynt verður að hafa bókina tilbúna til prentunar um áramót 2005 – 2006.  Útgáfudagur er ekki ákveðinn.  Lárus stingur upp á að leitað verði sérstaklega til fjárlaganefndar vegna þessa verkefnis.
3)  Halda áfram samstarfi við Borgarleikhúsið.  
Ákveðið var að senda Borgarleikhúsinu tillögu að því að næsta verkefni í samstarfi við þá verði jafnvel tengt aðalfundi 2006.

3.  Fósturfélög stjórnar, ný skipting
Skipting verður eftifarandi milli stjórnarmanna:
Hrund;  Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leikfélag Vestmannaeyja, Leikfélagið Sýnir, Stúdentaleikhúsið,  Leikfélag M.A.S., Snúður og Snælda og Leiknefnd Umf. Grettis.
Guðrún Halla;  Freyvangsleikhúsið, Umf. Íslendingur – leikdeild, Leikfélag Seyðisfjarðar, Leikfélag Hólmavíkur, Leikfélagið Grímnir, Leikklúbburinn Saga og Reykvíska Listaleikhúsið.
Hörður;  Leikfélag Kópavogs, Umf. Ármann – leikdeild, Umf. Dagrenning – leikdeild, Leikfélag Hörgdæla, Leikfélag Ólafsfjarðar, Leikfélag Djúpavogs og Leikfélagið Búkolla.
Lárus;  Leikfélag Hafnarfjarðar, Skagaleikflokkurinn, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Siglufjarðar, Umf. Stafholtstungna – leikdeild og Leikfélag Hofsóss.
Júlíus;  Leikfélag Dalvíkur, Litli leikklúbburinn, Leikfélag Sólheima, Leikhópurinn Vera, Umf. Biskuptungna – leikdeild og  Leikfélag Raufarhafnar.
Ingimar;  Leikfélag Selfoss, Leikfélag Keflavíkur, Halaleikhópurinn, Leikfélag Þórshafnar, Hallvarður súgandi og Leiklistardeild Umf. Tálknafjarðar.
Margrét;  Leikfélag Rangæinga, Umf. Efling – leikdeild, Leikfélag Reyðarfjarðar, Leikfélag Blönduóss, Leikfélagið Vaka og Leikfélagið La-gó.
Ármann;  Hugleikur, Leikdeild Umf. Vöku, Umf. Skallagrímur – leikdeild, Leikflokkurinn Hvammstanga, Leikfélagið Ofleikur og Leiklistarfélag Seltjarnarness.
Ólöf;  Leikfélag Mosfellssveitar, Leikfélag Hornafjarðar, Leikhópurinn Lopi, Leikfélag Hveragerðis og Leikklúbburinn Laxdæla.
Embla;  Umf. Reykdæla, Leikfélag Húsavíkur, Leikfélag Patreksfjarðar, Nafnlausi Leikhópurinn, Umf. Gnúpverja – leikdeild og Víkurleikflokkurinn.
Skrifstofan;  Leikfélagið Kex, Leikklúbburinn Spuni og Ultima Thule.

4.  Bandalags-Gríman
Eftir reynslu frá síðasta leikári er ljóst að ekki er hægt að velja af myndböndum – gæðin eru það misjöfn og oft á tíðum ekki góð til áhorfs hvað þá til að veita verðlaun eftir.
Stjórn BÍL hvetur stjórnir félaganna til að bjóða stjórnarmönnum og gagnrýnendum  (til að fá gagnrýni) á leiksýningar. A.m.k. að tilkynna hvenær frumsýningardagur verður.
Engin krafa hefur komið frá félögum um þessi verðlaun og því spurning hvort að það eigi að halda þessu til streitu.
Stjórn samþykkti að þetta yrði lagt til hliðar þetta árið og tekið upp að ári liðnu til endurskoðunar, en þó að halda umræðunni lifandi.
Stefnt er að því að stjórnarmenn sjái eins margar leiksýningar og hægt er með því að mæta á þær, ef ekki þá á upptökum og taka stöðuna um áramótin.
Farið var yfir bréf til stjórnar Leiklistarsambands Íslands og framkvæmdastjórnar Grímunnar sem Lárus útbjó og gerðar nokkrar breytingar á því – stjórn fær bréfið sent til yfirlestrar. Bréfið er samið vegna ályktunar sem samþykkt var á síðasta aðalfundi um gjaldgengi allra nýrra íslenskra leikrita í flokknum Leikskáld ársins.

5.  Launaliðir samninga við starfsfólk
Lárusi var falið gera nýja samninga við starfsmenn, en þeir koma til endurskoðunar árlega þann 1. júlí.

6.  Skipanir í nefndir og nefndarsetur
Farið var yfir vinnureglur sem Hörður hafði útbúið og þær samþykktar af stjórn. Þær fylgja þessari fundargerð.

Fundi frestað klukkan 19:55 til 9. júlí 2005.

Fundi framhaldið klukkan 10:00 9. júlí 2005
Unnið áfram í sjötta lið dagskrár….

Endurskoðun nefnda:
a)  Söguritunarnefnd – skipuð formlega til eins árs. Í henni sitji: Þorgeir Tryggvason, Sigrún Valbergsdóttir og Einar Njálsson.  Söguritari er Bjarni Guðmarsson.
b)  Margt Smátt-nefnd – verði skipuð á stjórnarfundi í haust.
c)  Vefnefnd: Hörður Sigurðarson, Ármann Guðmundsson og Lárus Vilhjálmsson.
d)  Skólanefnd: Gunnhildur Sigurðardóttir, Sigríður Karlsdóttir, Dýrleif Jónsdóttir, Huld Óskarsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir. Hrefna Friðriksdóttir til vara.

7. Fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar 2005
Fundargerðir samþykktar án athugasemda.

8.  Leikum núna!  Eftirmálar og uppgjör
Færri erlendir gestir komu heldur en áætlað var og því var tapið af hátíðinni minna en ráð var gert fyrir.
Útgjöld voru um 3.200.000,- og tekjur um 2.000.000,- Þetta eru þó ekki endanlegar tölur þar sem loforð um styrki hafa ekki öll verið greidd og reikningar eru enn að berast.
Akureyrarbær lagði til Ketilhús, Deigluna og Húsið ásamt kr. 300.000,-.

Valdís í Ketilshúsi kvartaði undan umgengni í húsinu – þar klikkaði okkar maður og stóð ekki við sitt varðandi reddingar á ljósum ofl. Ljós ekki tekin niður og húsinu ekki skilað eins og gert var ráð fyrir. Hlutaðeigandi leikfélög munu fá bréf frá stjórn vegna þessa máls, þar sem leikmynd var skilin eftir í húsi og fyrir utan, rafmagnið var í ólestri, eitthvað af munum hússins voru skemmdir og umgengni almennt mjög slæm.

Lárus tók að sér að fá skriflega skýrslu frá þeim sem sáu um atburði á hátíðinni og þær síðan yfirfarnar til að sjá hvað var gott og hvað hefði mátt betur fara.

9.  Skipan í skólanefnd.
Sjá lið 6.

10.  Önnur mál
a)  Fyrir fundi lá fundargerð frá síðasta stjórnarfundi NAR þar sem fram komu þær breytingar að Færeyjar hafa bæst við sem fullgildur meðlimur, breyting er orðin á seturétti á fundum þar sem formenn og varaformenn eiga rétt á setu (var áður formaður og framkvæmdastjóri).  Formaður og varaformaður skipta með sér verkum í þessu.
Stjórn samþykkti þessar breytingar en þær verða lagðar fyrir stjórnarfund NAR í Monaco í ágúst.
b)  Svíar eru búnir að segja sig frá því að sjá um vef NAR og spurning er hvort BÍL vill að taka þetta að sér.  Vilborg mun kanna þetta mál og vera í sambandi við Steinar Arnesen um greiðslur fyrir þessa vinnu og eftir það verður skoðað hvort að þetta er verkefni sem við ættum að taka að okkur.
Í síðustu fjárhagsáætlun NAR kemur fram að 7.100,- DKK eru greiddar á ári fyrir umsjón með vefnum.
c)  Vilborg sagði frá því að Danute, forseti NEATA, væri talsmaður lítilla sérverkefna innan samtakanna og hana langaði til að fá tillögur frá Íslandi um verkefni þar sem Ísland væri í samstarfi við Hvíta-Rússland, Rússland og Litháen.
Umræður urðu um þetta mál og varð niðurstaðan sú að þetta yrði kynnt aðildarfélögunum til að athuga hvort einhver félög hefðu áhuga á svona samstarfi.  Ármann tók þetta mál að sér.
d)  Vilborg lagði fram bréf frá Hlín Agnarsdóttur vegna útgáfu leikrita eftir íslenska höfunda.  Í bréfinu fólst beiðni til BÍL um kaup á ákveðnum fjölda bóka.
Vilborg mun svara bréfi Hlínar og er BÍL tilbúið til að kaupa eitt eintak af hverju verki og hafa síðan í umboðssölu og auglýsa á netinu.
e)  Ármann velti hugmynd um að hafa fyrirfram ákveðinn framboðsfrest til embættis formanns BÍL.  Umræður urðu um þetta mál en engin niðurstaða fékkst.
f)  Næsti stjórnarfundur var ákveðinn 16. september 2005.

Fundi slitið klukkan 13:25.
Fundargerð ritaði Ólöf A. Þórðardóttir varamaður.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 8. og 9. júlí 2005 930 12 september, 2005 Fundir september 12, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa