Stjórnarfundur 8. maí 2005

Stjórnarfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn að Hótel Stykkishólmi 8.5. 2005

Mættir: Guðrún Halla Jónsdóttir, Lárus Vilhjálmsson, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ingimar Davíðsson, Ólöf Þórðardóttir, Hrund Ólafsdóttir, Ármann Guðmundsson, Vilborg Valgarðsdóttir, Júlíus Júlíusson og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.

Guðrún Halla setti fund.

Stjórn skipti með sér verkum. Verkaskipting stjórnar er nú eftirfarandi:
Guðrún Halla Jónsdóttir – formaður
Lárus Vilhjálmsson – varaformaður
Þórvör Embla Guðmundsdóttir – ritari
Hörður Sigurðarson og Júlíus Júlíusson – meðstjórnendur.

Í varastjórn eru: Ármann Guðmundsson, Hrund Ólafsdóttir, Ingimar Davíðsson, Margrét Tryggvadóttir og Ólöf Þórðardóttir.

Vídeómál: Upptökum sem eftir áttu að berast verði skipt á milli stjórnarmanna til skoðunar fyrir úthlutunarfund.

Ítrekað að úthlutunarfundur verði haldinn helgina 8. til 10. júlí. Formaður lagði til að tímasetning úthlutunarfundar yrði óbreytt, þrátt fyrir að hún yrði fjarverandi á þeim tíma.

Ákveðið var að þeir stjórnarmenn sem á svæðinu yrðu sætu framkvæmdarstjórnarfundi á leiklistarhátíð, eins og á hátíðinni 2000. Bandalagið greiddi gistingu fyrir aðalstjórnarmenn á síðustu hátíð, gegn því að þeir væru starfsmenn á hátíð. Sami háttur verður hafður á nú. Ólöf Þórðardóttir tók að sér að sjá um hátíðarklúbb. Velt upp hugmynd um að leikhópar taki að sér að sjá um dagskrá ákveðin kvöld.

Erindi frá Færeyjum þar sem þeir biðja um fjárhagsaðstoð vegna NUTU skólans. Ljóst að bandalagið er ekki aflögufært. Skrifstofunni falið að sjá um að svara erindi þeirra þess efnis.

Hugmynd frá Þorgeiri um að setja auglýsingaborða vinstra megin á forsíðu vefjarins um þá umsóknarfresti á viðburði eða á námskeið sem eru í aðsigi hverju sinni. Reynt verði að halda þessari hugmynd að vefnefnd í þeirri vinnu sem á döfinni er í vefmálum.

Þarf að skrifa bréf til Grímunnar skv. samþykkt aðalfundar.

Einnig rétt að fá lista yfir umsóknir í keppni um Athygliverðustu áhugasýningu ársins viku fyrir þing til birtingar. Þjóðleikhúsnefndarmenn vilja hitta fulltrúa bandalagsins út af keppninni. Þar viljum við heyra hvort nefndin hefur vinnureglur við val. Einnig þarf að athuga hvort nefndin sér ekki örugglega allar sýningar sem sækja um.

Mönnum þykja samskipti milli stjórnarmanna í tölvupósti ganga vel, en stjórnarspjall ekki virka. Halla hvatti til að menn svöruðu pósti, þó ekki væri nema til að staðfesta viðtöku.

Fundi slitið.

Fundargerð ritaði Sigríður Lára Sigurjónsdóttir

0 Comments Off on Stjórnarfundur 8. maí 2005 808 12 September, 2005 Fundir September 12, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa