Stjórnarfundur 7. maí 2006

haldinn í félagsheimili Seltjarnarness.

Mættir:
Guðrún Halla, Ármann, Embla, Toggi, Ingólfur, Lárus, Guðfinna, Hrund, Ólöf og Vilborg.

Guðrún Halla bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa  – hlakkar til að vinna með þeim. Stjórnarmenn skipta með sér verkum. Lárus er varaformaður og Embla ritari.
Guðrún Halla boðar mikla tölvupóstfundi á næstu dögum til að vinna sem best úr hugmyndum aðalfundar.

Þjóðleikhús og búningar
Toggi veltir fyrir sér hvernig best sé að brýna nýtt fólk til góðra verka fyrir BÍL. Spyr einnig um Þjóðleikhússamstarf. Lárus sagði frá fundi sem hann og Hörður áttu með Tinnu og Hlín um samstarfið. Vilborg segir að þær stöllur leggi til að upptökur fylgi umsóknum um þjóðleikhússýninguna. Á fundinum var einnig nokkuð rætt um búningaleigu.

Ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að undirbúa og „rannsaka“ búningamálið.
Embla og Dýrleif verða í nefndinni og finna sér einn í viðbót til að starfa með. Toggi tekur að sér að útbúa skipunarbréf.

Leikritasafn
Rætt um áhuga á að stofna formlegt leikritasafn. Ármann leggur til að skipuð verði nefnd um málið sem Hrefna Friðriksdóttir leiði. Hrefna mun finna sér einn enn til að starfa með sér.
Ármann sagði einnig frá hugmyndum leikskáldafélagsins um málið.

Kynning á Bandalaginu
Guðrún Halla veltir upp kynningarmálum. Brýnt að við verðum sýnilegri. Segir staðlaða grein í leikskrá til hjá Freyvangsleikhúsi sem auðvelt er að koma til aðildarfélaganna. Embla tekur að sér að athuga hvort ekki sé hægt að fá að kynna BÍL á vettvangi Sambands ísl. sveitarfélaga. Mikilvægt að bæjar og sveitarstjórnarmenn viti um tilvist BÍL og starf leikfélaganna.

Næsti fundur, úthlutunarfundur, ákveðinn 30. júní og 1. júlí. Þurfum a.m.k. tveggja daga fund því mikið liggur fyrir auk úthlutana; haustfundur, NEATA-hátíð og fleira. Nokkuð rætt um skoðun myndbanda.

Í lok fundar var lesið bréf frá Einari Rafni Haraldssyni þar sem hann, af persónulegum ástæðum, afþakkar afmælisgjöf BÍL, í tilefni af sextugsafmæli hans.

Fleira ekki gert og fundi slitið,
Þórvör Embla Guðmundsdóttir

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 7. maí 2006 531 24 október, 2006 Fundir október 24, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa