Stjórnarfundur 6. maí 2007

Stjórnarfundur 6.5. 2007
Haldinn að Hallormsstað.

Mættir: Ármann Guðrmundsson, Embla Guðmundsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Hjalti St. Kristjánsson, Hrund Ólafsdóttir, Ingólfur Þórsson, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Þórðardóttir, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir og Þorgeir Tryggvason.

Þorgeir Tryggvason, nýkjörinn formaður Bandalagsis bauð nýja stjórn velkomna til starfa.

Verkaskipting stjórnar
Stjórn skipti með sér verkum. Formaður gerði að tillögu sinni að embætti verði yrðu óbreytt. Haft hafði verið samband við Lárus Vilhjálmsson, varaformann, sem samþykkti að sitja áfram sem slíkur. Það var samþykkt.

Úthlutunarfundur

Tillaga gerð að því að úthlutunarfundur verði haldinn helgina 6. – 8. júlí. Reynt verður að klára sem mest á föstudagskvöldi, þar sem einhverjir stjórnarmenn þurfa að losna um miðjan dag á laugardegi. Einnig er ljóst að einhverjir komast ekki um þessa helgi, en var hún þó illskásti kosturinn af helgum um þetta leyti.

Athygliverðasta áhugaleiksýning ársins
Rætt var um að  vekja meiri athygli á Athygliverðustu áhugaleiksýningu ársins í tengslum við sýninguna í Þjóðleikhúsinu, til dæmis með greinaskrifum og þvílíku, í samstarfi við Leikfélag Fljótsdalshéraðs.

NAR og NEATA fundir í Kóreu
Formanni þótti ljóst að NAR og NEATA fundurinn væru mikilvægari en IATA þingi en það þyrfti eiginlega að senda einhvern. Þó er slæmt að vera í þeirri stöðu að þurfa að senda fulltrúa alla leið til Kóreu til að funda um norrænt samstarf.

Rætt var um erlent samstarf. Stjórnsýslan var orðin allt of fyrirferðarmikil á sínum tíma, en það hefur breyst á síðustu árum. NEATA fólk er í framboði til einhverra embætta í stjórnsýslu IATA. Ákveðið var að senda Vilborgu Valgarðsdóttur á þingið, ef hún fengi að skrá sig þó skráningarfrestur væri, strangt til tekið, útrunninn.

Leiklistarskóli Bandalagsins
Rætt um hvort einhver úr stjórn yrði viðstanddur á lokadegi skólans. Framkvæmdastjóri verður á svæðinu. Einnig verða tveir úr varastjórn á skólanum.

Hugmynd um að gefa gestgjafafélagi bandalagsþings eitt frítt skólapláss á ári hverju.

Næsti aðalfundur
Rætt um hugsanlegar staðsetningar á næsta aðalfundi. Þótti mönnum spennandi kostur að vera á 100 ára afmæli í Reykholti.

Handritanefnd
Ármann stakk upp á að leitað yrði til Arnar Alexanderssonar að starfa með nefndinni. Rætt um að kanna möguleika á að kaupa skanna og OCR hugbúnað, en hann gerir mönnum kleift að vinna í handritunum sem textaskjölum. Það er þó mikil vinna, ef fara á út í slíkt. Spurning um form á handritinu.
Ákveðið var að taka á vinnunni í tveimur skrefum, fyrst að kanna möguleika og kostnað við að skanna allt inn, en láta ritvinnsluna bíða. Framkvæmdarstjóri mun vinna málið með nefndinni.
Þorgeir tók að sér að skrifa erindisbréf.

Margt smátt nefnd
Samþykkti að starfa áfram en bað um að fá Hjalta til að vera starfsmann nefndarinnar. Hann sæi fyrst og fremstu um skipulagningu á því sem rætt hefði verið um að hafa í tengslum við hinar eiginlegu sýningar.
Stungið var upp á dagsetningunni 29. september.
Þorgeir lagði til að reynt yrði að finna einhverja leið til að ýta á þátttöku víðar að. Bað nefndina að velta fyrir sér leiðum til þess. Spurning um að bjóða upp á einhvers konar aðstoð? Til dæmis frá félögunum sem mest hafa verið í þvi að setja upp einþáttunga, svo sem Hugleik, Leikfélagi Kópavogs og/eða Leikfélagi Hafnarfjarðar? Hrund tók að sér kynningarmál hátíðarinnar.

Fósturfélagakerfið
Mönnum þótti árangursríkast að hringja í formenn, það sýndi áhuga stjórnar á starfi félaganna.

Formannsbréf
Þorgeir lýsti fyrirætlunum sínum um að skrifa einhvers konar “formannsbréf” reglulega á Leiklistarvefinn.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 6. maí 2007 406 12 júlí, 2007 Fundir júlí 12, 2007

Áskrift að Vikupósti

Karfa