Stjórnarfundur 6. maí 2005

Stjórnarfundur 6. maí 2005. Haldinn á Hótel Stykkishólmi.

Mættir:
Úr aðalstjórn: Júlíus Júlíusson,  Lárus Vilhjálmsson, Guðrún Halla Jónsdóttir.
Úr aðalstjórn: Margrét Tryggvadóttir, Sigríður Karlsdóttir, Þórvör Embla Guðmundsdóttir.
Starfsmenn: Vilborg Valgarðsdóttir og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir,

Guðrún Halla setti fund.
Vilborg dreifði gögnum, dagskrá fundarins og gögnum vegna aðalfundar, fundargerðum síðasta stjórnarfundar og aðalfundar ásamt tillögu að starfsáætlun.

1. Undirbúningur fyrir aðalfundinn.
a. Fundarstjórar og fundarritarar aðalfundar:
Stungið upp á fundarstjórum. Ákveðið að tala við Hrefnu Friðriksdóttur og Sveinbjörn Björnsson. Aðrir nefndir til sögunnar: Ingólfur Þórsson og Regína Sigurðardóttir.
Fundarritarar verða Dýrleif Jónsdóttir og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
b. Kjörnefnd og framboð til stjórnar: Regína Sigurðardóttir mun sjá um þau mál fyrir hönd kjörnefndar.
c. Júlíus mun lesa menningarstefnu.
d. Inntaka félaga: Guðrún Halla talar fyrir þeim lið.
e. Einar Rafn Haraldsson mun lesa skýrslu stjórnar.

Guðrún Esther mætir til fundar

f. Formenn nefnda munu lesa skýrslur nefnda. Árni Grétar Jóhannsson mun flytja erindi um NUTU.
g. Tillaga að starfsáætlun: Sigríður Karlsdóttir tók að sér að lesa og skipa í starfshópa.
Vilborg gerði tillögu að starfshópavinnu, nefndir vegna hátíðar fundi. Aðrir skiptist í 4 hópa, ákveðið var að fara þess á leit að Hrund Ólafsdóttir, Sveinbjörn Björnsson, Margrét Ásgeirsdóttir og Ingólfur Þórsson leiði starfshópa. Ákveðið að skipta starfsáætlun á milli hópa.

Einar Rafn Haraldsson mætir til fundar.

h. Engar samræmdar tillögur frá stjórn komnar fram undir lið Tillögur lagðar fyrir fundinn.
i. Ákveðið var að athuga hvort einhverjir á fundinum byðu sig fram í kjörnefnd. Reiknað var með því að félagslegir endurskoðendur haldi áfram, þeir höfðu ekki tekið annað fram við endurskoðun ársreiknings.
j. Guðrún Esther tók að sér að lesa tillögu þess efnis að árgjaldið haldist óbreytt.

Einar dreifði skýrslu stjórnar. Kynning á NAR málum verði undir liðnum önnur mál.

2. Bandalags-Gríman.
Sjálfgefið þótti að hún yrði allavega ekki afhent á þinginu eins og áætlað var. Vandamál hafa komið upp, bæði varðandi að upptökur hafa ekki skilað sér, ekki verið nógu góðar og ekki skilað sér nógu hratt á milli stjórnarmanna. Ljóst að það þarf að breyta skipulaginu. Hugsanlega þarf að skipa ákveðna aðila í hverjum landshluta, velja í undanúrslit og síðan velja úr þeim. Ekki endilega stjórnarmenn.
Guðrún Halla tók að sér að gera grein fyrir stöðu mála á fundinum.

3. Leiklistarhátíðin
6 félög hafa sótt um og von er á allavega einni sýningu í viðbót. Hugsanlega halda menn að von sé á tveimur í viðbót. Rætt um opnunarhátíð og fleira.

4. Erindi frá Hugleik.
Rætt um hvernig málið hefði átt að afgreiðast. Ákveðið að ritari skrifi svar frá stjórn um afgreiðslu málsins. Ákveðið að funda frekar um það mál á þinginu. Mönnum þótti ljóst að fráfarandi stjórn yrði að svara þessu erindi.

5. Önnur mál
Anna Jeppesen hafði sagt sig úr skólanefnd. Lagt til að skólanefnd ræði hvort þörf væri á fleirum í skólanefnd. Eins var því velt upp hvort fjölgun í skólanefnd hefði aukið skilvirkni nefndarinnar. Nú er skólanefnd öll á staðnum og þótti mönnum rétt að hún ræddi málin og velti fyrir sér hvort hún vildi fá fleiri til liðs við sig.

6. Erindi frá Hugleik – framhald.
Ritari stjórnar lagði fram uppkast að bréfi til stjórnar Hugleiks þar sem svarað er bréfum þeirra frá 27. nóvember og 26. apríl. Í fyrra bréfinu er þess krafist að stjórn BÍL biðji málsaðila afsökunar vegna máls sem kom upp sumarið 2003. Lögð var fram eftirfarandi bókun:

“Stjórn BÍL telur sig ekki þurfa að biðjast afsökunar á afgreiðslu máls er varðar atvik á Húsabakka sumarið 2003. Stjórn telur sig hafa afgreitt málið á fundi sínum á Húsabakka í maí 2004. Telji stjórn Hugleiks að einstakir stjórnarmenn þurfi að leggja fram afsökunarbeiðni, ætti félagið að beina því erindi til viðkomandi”

Bókunin var samþykkt samhljóða.

Fundi slitið.
Lárus Vilhjálmsson ritari

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 6. maí 2005 803 07 september, 2005 Fundir september 7, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa