Stjórnarfundur 4. maí 2008

Stjórnarfundur Bandalags íslenskra leikfélaga að Bakkaflöt í Skagafirði 4. maí 2008

Mætt voru Þorgeir Tryggason, Ingólfur Þórsson, Embla Guðmundsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Hörður Sigurðarson, Ólöf Þórðardóttir, Halla Rún Tryggvadóttir, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson

1. Þorgeir stingur uppá að Ingólfur verði varaformaður og Embla ritari. Samþykkt.

2. Vilborg stingur uppá  helginni 27. – 29. júní fyrir úthlutunarfund. Samþykkt.

3. Þorgeir stingur uppá Lárusi, Herði, Guðrúnu Höllu og Ólöfu í undirbúningsnefnd fyrir NEATA-hátíðar á Akureyri.

4. Þorgeir ætlar að sjá um ganga frá lagabreytingum.

5. Þorgeir stingur uppá Ármanni, Hrund og Hjalta í Margt smátt-nefnd. Samþykkt.

6. Rætt um hvort halda eigi haustfund, Margt smátt og námskeið sömu helgina. Þarf að athuga með Borgarleikhúsið. Ármann athugar með helgar í kringum mánaðarmótin sept-okt. Talar við Magnús Geir Borgarleikhússtjóra.

7. Ingólfi falið að tala við Kristínu Sigvaldadóttur um hverjar eru áætlanir hennar varðandi búningasafn.

8. Þorgeir mun fara á NEATA-hátíðina í Riga. Hörður og Ingólfur munu ekki fara. Þorgeir athugar hvort Lárus eða Halla hafa hug á að fara. Kostnaður á flugi er ekki undir 60.000 krónur. Þorgeir lagði til að ákveðin yrði upphæð yrði lögð til farar á hátíðina og þeir sem vildu fara deildu með sér þeirri upphæð. Vilborg kannar hvað 3 pakkar kosta og lætur okkur vita.

9. Húsnæðismál Bandalagsins rædd. Verið er að bíða eftir svari frá fólkinu á hæðinu fyrir ofan við gagntilboði okkar upp á 27,5 milljónir. Afhendingartími yrði 1. sept. en möguleiki á leigu í lengri tíma.

10. Þorgeir greindi frá að gjaldkeri Leikfélags Sauðárkróks hefði spurt hvort hann væri til í að heimsækja leikfélögin á Norðvesturlandi og kynna fyrir þeim starfsemi Bandalagsins. Hann kvaðst hafa tekið vel í það.

11. Þorgeir vekur máls á ýmsu í tengslum við aðalfund sem huga þyrfti betur að eins og t.d. leikskrár og veggspjaldakeppni og að fá upplýsingar um hvaða sýningar hafa sótt um að komast í Þjóðleikhúsið

12. Vilborg minnti á að umsóknareyðublöð vegna styrkumsóknar yrðu send út í næstu viku og ef menn vildu koma einhverju á framfæri með þeim pósti þyrftu þeir koma því niður á skrifstofu sem fyrst.

13. Fósturfélagakerfið kynnt fyrir nýjum stjórnarmönnum. Vilborg mun skipta félögum niður á stjórnar- og varastjórnarfólk.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Fundarritari: Ármann Guðmundsson

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 4. maí 2008 611 01 júlí, 2008 Fundir júlí 1, 2008

Áskrift að Vikupósti

Karfa