Stjórnarfundur 27. og 28. júní 2008

Settur kl. 18.00 á skrifstofunni að Laugavegi 96.

Mættir: Þorgeir Tryggvason, Hörður Sigurðarson, Ingólfur Þórsson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Hjalti St. Kristjánsson, Ólöf Þórðardóttir, Vilborg Árný Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1. Úthlutun styrkja Menntamálaráðuneytisins fyrir leikárið 2007-8
Fyrir lágu umsóknir frá 35 félögum vegna 81 leiksýningar/leikþátta, 18 námskeiða og 32 nemenda í Leiklistarskóla Bandalagsins. Alls voru til skipta 25,4 milljónir, hækkun um 2,6 milljónir frá fyrra ári.

Athugasemdir við umsóknir:
Halaleikhópurinn sækir um styrk vegna Kaffileikhúss og námskeiðs. Þar sem ljóst er að námskeiðið er forvinna að sýningunni er aðeins veittur styrkur fyrir annað hvort. Ákveðið að styrkja frekar sýninguna.
Félagið sækir einnig um frumkvæðisstyrk vegna mikillar tónlistar/hljóðmyndar í Gaukshreiðrinu. Samþykkt.
Leikfélag Hólmavíkur sækir um frumkvæðisstyrk vegna Dýranna í Hálsaskógi. Rökstuðningur er vegna samvinnu við grunnskólann og vinnu með börnum. Hafnað.
Leikfélag Húsavíkur sækir um frumkvæðisstyrk vegna nýrrar tónlistar í Íslandsklukkunni. Samþykkt.
Leikfélag Keflavíkur sækir um frumkvæðisstyrk vegna Bærinn breiðir úr sér. Hafnað.
Leikfélag Kópavogs sækir um frumkvæðisstyrk vegna Barna mánans. Hafnað.
Leikfélag Mosfellssveitar sækir um fyrir 9 leiklistarnámskeið en sendir ekki nafnalista. Farið fram á að svo verði gert.
Félagið sækir um sérstakt frumkvæði vegna Þegar Trölli stal jólunum. Samþykkt vegna vandaðs útlits sýningarinnar.
Leikfélag Rangæinga sækir um fyrir leiklistarnámskeið en sendir ekki nafnalista og upplýsingar um námskeiðið. Farið fram á að svo verði gert.
Leikfélag Sauðárkróks sækir um frumkvæðisstyrk vegna Alínu. Samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Selfoss sækir um fyrir leiklistarnámskeið en sendir ekki nafnalista. Farið fram á að svo verði gert.
Leikfélag Seyðisfjarðar sækir um frumkvæðisstyrk vegna Kallarðu þetta leikrit? Hafnað.
Leikfélag Siglufjarðar sækir um frumkvæðisstyrk vegna Tveggja þjónn. Hafnað.
Leikfélag Ölfuss sækir um frumkvæðisstyrk vegna Mómó. Stjórn samþykkir frumkvæðisumsókn til að stuðla að því að leikfélagið nái að skjóta varanlegum rótum í sveitarfélaginu.
Leikfélagið Grímnir sækir um frumkvæðisstyrk vegna Oliver!. Sýningin verulega viðamikil og yfir 70 manns tóku þátt. Samþykkt.
Leikfélagið Peðið sækir um frumkvæðisstyrk vegna Tröllaperu. Samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar.
Leikfélagið Sýnir sækir um frumkvæðisstyrk vegna Vakandi manns draumur. Samþykkt vegna frumsaminnar tónlistar.
Leiklistarfélag Seltjarnarness sækir um vegna Gróttudags og Sundlaugar. Ekki styrkhæft skv. úthlutunarreglunum.
Félagið sækir um frumkvæðisstyrk vegna Predikunar. Hafnað.
Umf. Efling sækir um frumkvæðisstyrk vegna Þar sem Djöflaeyjan rís. Hafnað.
Leikfélagið M.a.s. sækir um frumkvæðisstyrk vegna Ísland ögrum skorið. Hafnað.
Stúdentaleikhúsið sækir um frumkvæðisstyrk vegna Drottinn blessi blokkina. Samþykkt vegna nýrrar tónlistar.

Ákveðið að senda Leikfélagi Hveragerðis ábendingu um umgengni við höfundarréttarvarið efni vegna leikgerðar af Aladdín og konungur þjófanna. Ábendingin ætti reyndar vera á leiklist.is, aðgengileg öllum.

Rætt um umsóknirnar almennt. Nokkuð bar á að upptökur af leiksýningum sem skylt er að senda með umsóknum væru gallaðar og jafnvel alls ekki hægt að skoða þær. Stjórn vill benda félögum á að kanna rækilega áður en upptökur eru sendar hvort þær eru í lagi. Einnig vill stjórn enn og aftur minna félög á að vanda vel til vinnu við umsóknirnar. Þetta eru gögn sem send eru Menntamálaráðuneytinu til yfirferðar og ekki boðlegt að stundum séu umsóknir ólæsilegar, krotaðar eða bara ekki útfylltar nema að hluta.

2. a) Stjórn veitir framkvæmdastjóra skriflegt umboð til sölu fasteignarinnar.
Umboðið undirritað af aðalstjórn og vottað af varamönnum.
b) Leiguhúsnæði skrifstofunnar og flutningar
Vilborg segir frá leiguhúsnæði sem hún var búin að skoða við Hringbraut 119. Stjórn ákveður að skoða það kl. 11.00 á laugardagsmorgun.
Að lokinni skoðunarferð var ákveðið að stjórnarmenn hugsuðu málið betur og leitað yrði víðar að húsnæði.

3. Fundargerðir stjórnarfunda frá 2. og 4. maí yfirfarnar.
Samþykktar með örlitlum lagfæringum.

4. Fundargerð aðalfundar yfirfarin.
Samþykkt með fyrirvara um prófarkalestur fyrir ársritið.

5. Starfsáætlun leikársins 2008-9 yfirfarin
Almenn starfsemi

1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
Hörður ræddi um að fara þyrfti að huga að endurnýjun tölvubúnaðar á skrifstofunni.

Rætt um skólann í sumar. Ánægja með hann að vanda. Stjórn lýsir sérstakri ánægju með aðkomu leikfélags Dalvíkur að skólanum. Búið er að ganga frá bókun á Húsabakka fyrir næsta sumar.

Hörður sagði frá stöðu mála og hugmyndum með leiklistarvefinn. Til stendur að halda fund í vefnefnd og ræða smávægilegar breytingar á vefnum.

2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Ákveðið að sjá til þegar næsta frumvarp að fjárlögum verður birt og taka þá afstöðu til þass hvað þarf að gera.

3. Halda áfram samstarfi við Þjóðleikhúsið með Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins.
Tillaga komin frá Þjóðleikhússtjóra um smávægilega breytingu/viðbót á umsóknareyðublað. Vilborg lagar það til. Eyðublaðið þarf að fara á leiklist.is í vikunni.

Sérverkefni ársins

1. Halda áfram undirbúningi NEATA-hátíðar 2010 og hefja fjármögnun hennar, m.a. með umsókn í menningarsjóð ESB.
Funda þarf í nefndinni hið fyrsta. Brýnt að fara að huga að fjármögnun.

2. Hefja skönnun á handritasafni Bandalagsins.
Skönnun verður sett í gang um leið og tæki til þess verða keypt eða leigð.

3. Margt smátt verði haldin í haust í svipuðu formi og verið hefur.
Rætt um hvort það fari saman að halda haustfund og námskeið sömu helgi og Margt smátt. Nauðsynlegt að vita í tíma hvort af Margt smátt verður, og þá hvenær, og taka ákvörðun um fyrirkomuleg í framhaldinu. Ármanni falið að vera í sambandi við Borgarleikhúsið.

4. Starf handritasafnsnefndar haldi áfram í samræmi við bókun síðasta aðalfundar og að stjórn móti frekar hlutverk nefndarinnar.
Nefndin hefur ekki enn komið saman en fljótlega verður kallað til fundar.

5. Skólanefnd skoði möguleika á að skipuleggja næsta vetur námskeið um stjórnun leikfélaga, kynningarmál og umfjöllun/gagnrýniskrif um leiksýningar.
Eitthvað af þessu verður væntanlega samhliða Mörgu smáu og haustfundi.

6. Að haldinn verið haustfundur 2008.
Tímasetning og fyrirkomulag verður ákveðið þegar nær dregur. Taka þarf mið af Margt smátt og flutningamálum skrifstofunnar. Tími var ákveðinn á stjórnarfundi í Skagafirði sl. vor, helgin 10. – 12. október.

7. Mótaðar verði tillögur að skipulegri umfjöllun um leiksýningar áhugaleikfélaganna, t.d. með stofnun sjóðs sem Bandalagið annarsvegar og áhugaleikfélögin hinsvegar greiða í árlega til að standa straum af kostnaði.
Hörður tekur að sér að móta tillögur fyrir haustfund.

6. Launamál starfsmanna endurskoðuð
Formaður og varformaður eru samninganefnd stjórnar. Þeir gera það að tillögu sinni að laun starfsmanna verði hækkuð um 8,3%. Vilborg boðar til starfsmannafundar og leggur tilboðið fyrir.

7. Önnur mál
a) Þorgeir tekur að sér að byrja vinnu við handbók áhugaleikfélaga sem verið hefur í umræðunni um nokkurn tíma.

b) Aðalfundur 2009. Leikfélag Selfoss vill taka að sér aðalfund og leikfélag Ölfuss ætlar að hjálpa þeim. Guðfinna stingur upp á mætingu fimmtudagskvöldið 30. apríl og að fundur verði settur á föstudagsmorguninn 1. maí og standi til hádegis laugardagsins 2. maí. Stjórn samþykkir þessa dagssetningu og felur Guðfinnu að tala við hótelhaldara á Selfossi.

c) Lestrarhestar eru eitthvað komnir að stað við lestur leikrita.

d) Norrænt skrifstofumót.
Vilborg hefur bókað hótel fyrir þátttakendur og mun vinna áfram að þessu verkefni.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:25.

Fundargerð rituðu Vilborg Á. Valgarðsdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 27. og 28. júní 2008 517 22 júlí, 2008 Fundir júlí 22, 2008

Áskrift að Vikupósti

Karfa