Stjórnarfundur 25. janúar 2008

Haldinn í þjónustumiðstöðinni 25. janúar 2008. 
 
Mætt: Þorgeir Tryggvason, Lárus Vilhjálmsson, Hrund Ólafsdóttir, Ingólfur Þórsson, Ármann Guðmundsson, Hjalti Stefán Kristjánsson, Embla Guðmundsdóttir og Vilborg Valgarðsdóttir.
 
Dagskrá:
 
1. Fundargerð stjórnarfundar frá 9.–10. nóvember 2007

Fundargerð samþykkt athugasemdalaust.
 
2. Starfsáætlun stjórnar og aðildarfélaga Bandalags ísl. leikfélaga leikárið 2007–8:
Almenn starfsemi:
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar í samræmi við lög BÍL

Vilborg leggur fram bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2007. Rekstur svipaður og undanfarin ár, vörusala viðunnandi en þó nokkru minni en 2006 sem var metsöluár.
 
2. Rekstur fasteigna skv. viðhaldsáætlun

Nágrannar á efri hæð hafa lýst yfir vilja til að kaupa húsnæðið af okkur, afhendingartími eftir samkomulagi. 
Ákveðið að láta gera verðmat á húsnæðinu fyrir næsta stjórnarfund.
 
(3. Útgáfa Ársrits fyrir leikárið 2006–2007)

 
4. Starfsemi Leiklistarskóla BÍL skv. námskeiðaáætlun 
Eitt námskeið hefur verið ákveðið, Leiklist II með Ágústu Skúladóttur sem kennara. Kristjana Stefánsdóttir (söngur og raddbeiting) og Bjarni Jónsson (leikritun) eru að skoða málið. Gengið hefur verið frá því að námskeiðin verði að Húsabakka.
 
5. Rekstur vefsíðunnar leiklist.is skv. tillögum vefnefndar 

Stjórn sammála um að vefurinn sinni fullkomlega hlutverkum sínum sem upplýsinga- og fréttavefur.
 
6. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og til einkaaðila til starfsemi áhugaleikfélaganna, þjónustumiðstöðvar Bandalagsins og Leiklistarskóla þess.
Styrkurinn til skrifstofu hækkar um 2,9 milljónir (í 8,3 milljónir) og styrkur til verkefna aðildarfélaganna hækkar um 2,6 milljónir (í 25,4 milljónir). Fyrir misskilning fjárlaganefndar voru 3 milljónir sem ætlaðar voru Draumasmiðjunni settar inn í liðinn Starfsemi áhugaleikfélaga en það hefur verið leiðrétt. Beiðni hefur komið frá Menntamálaráðuneytinu um að fundið verði nýtt nafn á fjárlagaliðinn til að fyrirbyggja að þetta gerist aftur. 
Ákveðið að leggja til að hann verði kallaður Verkefnasjóður áhugaleikfélaganna.
 
Ekki hefur verið sótt um styrki til Reykjavíkurborgar. Móta þarf hugmyndir um til hvers á að sækja um styrki.
 
7. Halda áfram samstarfi við Þjóðleikhúsið með Athyglisverðustu áhugasýningu ársins
Þjóðleikhúsið hefur ekki ennþá skipað valnefndina. 
 
Sérverkefni starfsársins:
1. Halda einþáttungahátíð í tengslum við aðalfund 2008 
Embla og Ingólfur skoðuðu möguleikana hvort í sínu sveitarfélagi. Gistiaðstaða er uppbókuð í Reykholti fyrstu helgina í maí og aðgengismál hafa ekki verið löguð í Logalandi. Gistiaðstaða í Eyjarfjarðarsveit er líka í uppnámi þar sem Hrafnagil er ekki lengur inni í myndinni.
Ákveðið að stjórnarmenn hringi í nokkra formenn félaga þar sem aðstaða er góð og ef það virkar ekki þá sendi skrifstofan tölvupóst á öll aðildarfélögin þar sem auglýst verður eftir félagi til að halda hátíð og fund, svar berist fyrir 8. febrúar.
 
2. Hefja undirbúning NEATA-hátíðar 2010
Lárus og Þorgeir með málið. Ætla funda fljótlega og senda niðurstöður á stjórn.
 
3. Að stjórn skipi formlega langtímanefnd sem haldi utan um starfsemi handritasafns í samvinnu við starfsmenn Þjónustumiðstöðvar
Ármann kynnir greinargerð handritasafnsnefndar um handritasafnið. Nefndin leggur til að aðilar innan Leiklistarsambandsins og aðrir sem málið gæti varðað verði boðaðir á fund þar sem þeim verða kynntar fyrirhugaðar breytingar á safninu og þeir fengnir til samstarfs um þá þætti  sem að þeim snúa.
 
Stjórn leggur til að nefnd haldi sig við skipunarbréf sitt og skili á næsta stjórnarfund þarfagreiningu og kostnaði við skönnun og geymslu leikritasafnsins. Einnig að nefndin setji fram tillögu að áframhaldandi starfi nefndarinnar. 
 
4. Að Margt smátt-stuttverkahátíðin verði haldin í haust í svipuðu formi og verið hefur
Nefnd skilar lokaskýrslu. Engar athugasemdir.

 
5. Að stjórn leiti leiða til að tryggja faglega umfjöllun um leiksýningar áhugaleikfélaganna á Leiklistarvefnum  
Þorgeir ætlar að skrifa bréfið til landsbyggðagagnrýnenda fljótlega.

 
3. Ábendingar – bókun frá aðalfundi 2007:
– Að stjórn kanni grunndvöll þess að standa að pakkaferð á NEATA-hátíðina í Riga 2008
Hjalti er að vinna í málinu en ekki kominn með niðurstöður.
 
– Að skólanefnd kanni þörf á að hafa leikmynda-, búninga- og ljósanámskeið í samstarfi við félögin víða um land 
Skólanefnd hefur sent út spurningalista. Svör eru byrjuð að berast.
 
– Að ljúka upplýsingahandbók fyrir stjórnir leikfélga á næsta starfsári 

Ekkert gerst í þessu máli. Stendur til bóta fyrir næsta stjórnarfund.
 
– Að starf búninganefndar haldi áfram og að stjórn móti hlutverk nefndarinnar 

Búið að ákveða að gera ekki meira í þessu máli og leggja nefndina niður þar sem hugmyndir um rekstur búningasafns eru ekki raunhæfar. Nefndin mun skila skýrslu á næsta aðalfundi.
 
– Að sótt verði um styrki hjá einkaaðilum vegna sögu Bandalagsins, handritasafns, leiklistahátíða og stuttverkahátíða
Sjá ákvörðun frá síðasta fundi.

 
4. Samþykktar tillögur á aðalfundi 2007:

1. Stjórn Bandalagsins verði falið að setja af stað nefnd sem endurskoða skal lög Bandalagsins fyrir næsta aðalfund 
Þorgeir kynnir tillögur sem hann og Guðfinna Gunnarsdóttir hafa sammælst um.  Lagabreytingar ræddar og ákveðið kynna niðurstöðurnar sem tillögu stjórnar og leggja fyrir næsta aðalfund.
Rætt um að hafa það sem vinnureglu að sitjandi stjórn og varastjórn geri það opinbert nokkru fyrir aðalfund hvort þau hyggist gefa kost á sér til endurkjörs eða ekki.

 
(2. Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga samþykkir að 1.500.000.- af verkefnastyrk ríkisins verði veitt í rekstur þjónustumiðatöðvarinnar.)
 
3. Að stjórn og framkvæmdastjóra Bandalagsins verði falið að selja húsnæði Bandalagsins að Laugavegi 96 og kaupa annað hentugra sem fyrst

Frestað um sinn, sjá fundargerð 9.11.07 og lið 2. í starfsáætlun hér að framan.
 
5. Erlent samstarf frá síðasta fundi:
– Sigrún Eyfjörð sendir greinargerð frá síðasta fundi NUTU-stjórnar. Þar var gengið frá lausum endum varðandi skólann í sumar og er nú ekkert að vanbúnaði að auglýsa. Hann verður haldinn í Finnlandi dagana 24. júní til 5. júlí.
 
– Ein umsókn hefur borist um að fara á NEATA-hátíðina í Riga, Hugleikur sækir um með Útsýni eftir Júlíu Hannam. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.
 
– Þorgeir hefur tekið að sér að vera með framsögu á málþingi um aðgengi  fatlaðra í sviðslistum sem haldið verður um miðjan febrúar í Stokkhólmi í Svíþjóð.
 
6. Önnur mál
a) Saga Bandalagsins 
Einar Samúelsson hjá Hugsasér! hefur tekið að sér að hanna bókarkápuna. Sú vinna fer af stað fljótlega en frekara kynningar- og sölustarf býður eftir að kápan verði tilbúin. Forsala og skráning á heiðurslista (tabula gradulatorium) var auglýst í Mbl. í byrjun desember en skilaði litlu.
Toggi hnippir í Bjarna söguritara með að leita tilboða í prentun bókarinnar.

b) Úthlutunarreglur
Bryddað upp á því að ræða um að breyta reglunum og stytta þann tíma sem sýning þarf að taka til að teljast í fullri lengd. 
Ákveðið ræða úthlutunarreglur á næsta aðalfundi.
 
Fundarritari Ármann Guðmundsson.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 25. janúar 2008 611 05 febrúar, 2008 Fundir febrúar 5, 2008

Áskrift að Vikupósti

Karfa