Stjórnarfundur 23. maí 2004

Haldinn á Húsabakka í Svarfaðardal.

Mættir:
Úr aðalstjórn: Einar Rafn Haraldsson, Hörður Sigurðarson, Guðrún Halla Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson.
Úr varastjórn: Ármann Guðmundsson, Embla Guðmunds-
dóttir, Guðrún Esther Árnadóttir og Margrét Tryggvadóttir. Starfsmenn: Vilborg Valgarðsdóttir og Sigríður Lára
Sigurjónsdóttir.
Fjarverandi úr aðalstjórn: Júlíus Júlíusson.

Stjórn skiptir með sér verkum.
Formaður: Einar Rafn Haraldsson
Varaformaður: Guðrún Halla Jónsdóttir
Ritari: Lárus Vilhjálmsson
Meðstjórnendur: Hörður Sigurðarson og Júlíus Júlíusson
 
1. Úthlutunarfundur 2004.
Ákv. að halda hann á skrifstofunni frá föstudaginn 9 júlí n.k. kl.17:00 og framhalda fundi laugardaginn 10. júlí. Ákveðið að ræða starfshætti og vinnureglur stjórnar á fundinum og
formanni falið að koma með tillögur þar af lútandi.

2. Haustfundur 2004
Ákv. að halda hann 2.-3. október. Fundarefni verði undir-búningur leiklistarhátíðar árið 2005. Athuga hvort mögulegt er að hafa fundinn á Akureyri. Stjórnarfundur yrði haldinn föstu-daginn 1. október kl: 20:00.

3. Stuttverkahátíð í Borgarleikhúsi
Skipuð undirbúningsnefnd með Herði, Júlíusi og Ármanni. Athuga skal með einn nefndarmann til viðbótar. Nefndinni falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi hátíðarinnar fyrir úthlutunarfund.

4. Skipan nefnda
Rætt um tillögu Harðar að skipan nefnda. Hörður lýsti hvernig hugmynd hafði orðið til. Fram komu hugmyndir að erindisbréfi fyrir nefndir þar sem nefndir og nefndarmenn hefðu ákveðinn starfstíma, verkaskiptingu og verklýsingu. Byrja þyrfti t.d. á því að gera verkefnalýsingu fyrir undirbúningsnefnd að stutt-verkahátíð. Athuga með að finna módel í félögunum. Einar ætlar að senda skrifstofu staðlað erindisbréf sem er notað innan hans stofnunnar. Herði falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi um skipan nefnda.

5. Fóstruhlutverk stjórnar
Rædd var hugmynd sem kom frá umræðuhóp á þinginu um að stjórnarmeðlimir skiptu með sér að fóstra aðildarfélögin. Skiptar skoðanir voru um þessa hugmynd og menn töldu að þetta hefði verið reynt áður á svipaðan hátt með litlum
árangri. Spurt var hvað stjórn BÍL ætti að gera til auka
tengslin. Sumir töldu að með verkefnum á borð við stutt-verkahátíð og L2005 gæfist stjórnarmönnum tækifæri til að hafa beint samband við félögin svipað og var gert árið 2000. Safna þarf saman netföngum stjórnarmanna aðildarfélaganna og útbúa póstlista til að senda út upplýsingar. Spurning hvort að félagsmenn í félögunum gætu ekki orðið aðilar að póstlistanum annað hvort með því að skrá sig eða að félögin sendu skrifstofunni félagaskrár með netföngum.

6. NUTU
Það er ljóst eftir heimsókn NUTU (Nordisk Ungdoms Teater Utvalg) manna frá Danmörku og Noregi á aðalfund að við-horfið gagnvart NUTU er mun jákvæðara en fyrr. Sérstaklega þegar í ljós kom að upphaflega módelinu í NUTU sem ætlaði öllum aðildarþjóðum að stofna sérstaka ungmennadeild
innan sínna raða hefur verið kastað fyrir róða og nú er NUTU opið einstaklingum sem hafa áhuga á að starfa með þessum aldurshópi (15-25 ára).

Fleira ekki gert – fundi slitið.
Lárus Vilhjálmsson ritari.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 23. maí 2004 728 07 september, 2005 Fundir september 7, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa