Stjórnarfundur 20. og 21. mars 2009

Haldinn að Suðurlandsbraut 16.
Fundur settur kl. 19.30.

Mættir: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Embla Guðmundsdóttir, Hörður Sigurðarson, Halla Rún Tryggvadóttir, Hjalti Stefán Kristjánsson, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Vilborg Árný Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

1. Fundargerð síðasta fundar yfirfarin og samþykkt.


2. Farið yfir stöðu húsnæðismála.
Í janúar var gerður samningur við kaupandann að Laugavegi 96 um eftirstoðvar kaupverðs, sem kaupandi hefur ekki fengið lán til að borga, um að sjá til fam í júlí hvort ástandið hafi þá ekki lagast eitthvað á lanamarkaði. Þangað til borgar hann kr. 200.000 á mánuði sem teljast vextir af eftirstöðvunum.

3. Vilborg greinir frá því að keypt hefur verið ný tölva til skriftstofunnar. Það var á áætlun að gera það 2008 en þá þótti nauðsynlegra að endurnýja ýmislegt annað vegna flutninganna.

4. Gagnrýnimál á leiklist.is rædd.
Nokkuð hefur borist af umfjöllun um sýningar undanfarið og er það vel.

5. Aðeins er eitt laust pláss í skólanum að Húsabakka
núna 5 dögum eftir að skráning hófst og biðlistar komnir á 2 námskeið. Enn ekki mikil skráning á ljósa- og tækninámskeið.

6. Skólanefnd hefur farið fram á að stjórn sendi fyrirspurn til sveitastjórna
um mögulega aðstöðu fyrir skólann. Ákveðið að fela nefndinni að orða slíkt bréf og svo skrifstofunni að senda það til hlutaðeigandi..

7. Styrkjamál vegna NEATA-hátíðar 2010 rædd.
Ákveðið að um leið og kosningar eru afstaðnar og nýr menntamálaráðherra skipaður verði bókaður fundur með honum. Ákveðið að boða fund í NEATA-nefnd innan tveggja vikna. Ákvörðun um EU-styrkinn kemur vonandi alveg á næstunni. Aðkallandi er að fara að sækja um frá norrænu ráðherranefndinni.

8. Skönnun handritsafns í fullum gangi. U.þ.b. 400 handrit af 2900 nú til í stafrænu formi.

9. Útséð er um að næsta Margt smátt-hátíð verði í samvinnu við Færeyinga þar sem dagsetningar gengu ekki saman. Rætt hefur verið við Borgarleikhúsið um að halda stuttverkahátíð með Færeyingum næsta haust og þar hefur verið tekið vel í það. Þó er ekkert staðfest. Þorgeir ræðir það við Magnús Geir og Hafliða í Borgarleikhúsinu.

10. Ákveðið að hafa námskeið í gagnrýniskrifum í tengslum við Margt smátt föstudagskvöldið 22. maí.

11. Farið yfir stöðu mála fyrir aðalfund.
Tilboði í gistingu að Hótel Hlíð í Ölfusi hefur verið tekið.
Vilborg kynnti ársreikning. Hann samþykktur af stjórn.
Ákveðið að Þorgeir skrifi upp tillögu stjórnar að starfsáætlun 2009-2010 og sendi á stjórn í tölvupósti.

12. Umsókn Borgarbarna, barna- og unglingaleikhúss í Reykjavík um aðild að Bandalaginu tekin fyrir. Umsóknin samþykkt með fyrirvara um framkomna athugasemd við lög.

13. Borgarbörn sækja um að fara á Norður-Evrópska leiklistarhátíð
fyrir börn í Klakksvík í Færeyjum í júní nk. Ákveðið að senda þau en stjórn telur sig ekki hafa forsendur til að velja á milli tveggja sýninga sem þau leggja fram eins og farið hefur verið fram. Þeim er vel treystandi til að velja sjálf þá sýningu sem henti betur erlendum áhorfendum.

14. Ákveðið að Þorgeir og Embla fari á ráðstefnuna Menningarlandið 2009
sem haldin verður af Menntamála- og samgönguráðuneytinu að Hótel Stykkishólmi 11. og 12. maí nk. Rætt um að nauðsynlegt sé að heyra hvernig menningarsamningar hafa nýst leikfélögum.

Fundi frestað kl. 22.30.

Fundi framhaldið 21.3. 2009 kl. 10.00.

Mættir: Þorgeir Tryggvason, Embla Guðmundsdóttir, Hörður Sigurðarson, Halla Rún Tryggvadóttir, Hjalti Stefán Kristjánsson, Ólöf Þórðardóttir, Vilborg Árný Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

15. Þorgeir greindi frá því í stjórn NEATA séu menn komnir á þá skoðun að gera NUTU-skólann að NEATA-verkefni. Erfitt mun reynast að fá styrki til verkefna á borð við NUTU-skólann sem er óbreitt verkefni ár frá ári og því þurfi að hugsa hann upp á nýtt. Ákveðið að styrkja íslenska fulltrúann til farar á NUTU-fund í Osló í apríl. Ákveðið að kalla eftir að hún gefi stjórn reglulega skýrslu um starfsemi samtakanna.

16. Þorgeir gaf skýrslu frá NAR-fundi
í Kaupmannahöfn 14. mars. Ákveðið að halda NAR-samstarfi áfram þótt það verði í breyttri mynd. Haldið verður árlegt Forum, sem verður menningarpólitískur samráðsvettvangur og löndin halda og sjá um að móta til skiptis. Heimasíða NAR verður lögð niður.

17. Þýðingar á leikritum í norræna barnaleikritaverkefninu
eru hafnar og sótt hefur verið um styrk fyrir allt verkefnið. Þorgeir bauðst til þýða erlendu verkin á íslensku ásamt Huldu Björgu Hákonardóttir og jafnframt þýða íslenska verkið á dönsku.

18. Ákveðið að senda Þorgeir og Vilborgu á IATA og NEATA fundi í Monaco í ágúst.

19. Alma Mjöll Ólafsdóttir fulltrúi NUTU mætti á fundinn.
Hún sagði margt vera óljóst varðandi starfsemi NUTU, t.d. væri ekki búið að ákveða hvar skólinn verður haldinn næsta sumar. Ákveðið að styrkja hana til farar á fund í apríl. Einnig var hún beðin um að gefa reglulega skýrslur um vinnu og ákvarðanir stjórnar NUTU.

20. Ólöf greindi frá stöðu gistimála á NEATA-hátíð á Akureyri 2010
. Þar sem hátíðin fer fram á háannatíma er gisting afar dýr og það verður að fara að panta hana áður hún hækkar enn frekar. Ólöf mælti með að farfuglaheimili sem tekur um 70 manns í gistingu verði bókað sem allra fyrst.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12.30.

Fundarritari Ármann Guðmundsson.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 20. og 21. mars 2009 449 30 mars, 2009 Fundir mars 30, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa