Stjórnarfundur 16. – 17. september 2005

Stjórnarfundur 16.-17. september, haldinn á skrifstofu Bandalagsins að Laugavegi 96.

Mættir: Guðrún Halla Jónsdóttir, Lárus H. Vilhjálmsson, Þ. Embla Guðmundsdóttir, Hörður Sigurðarson, Ármann Guðmundsson, Hrund Ólafsdóttir, Vilborg Á. Valgarðsdóttir og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.

Fundur settur kl. 18.00 16.9. 2005.

1. Fundargerð úthlutunarfundar og innkomnar athugasemdir vegna útlhutunar

Vilborg fór yfir samþykktir úr síðustu fundargerð sem þyrfti að afgreiða:
Skipta þurfti fósturfélögum Ingimars Davíðssonar á milli annarra stjórnarmanna þar sem hann var farinn utan til náms og hugðist segja af sér sem varamaður í stjórn.

Fósturfélög stjórnar Bandalags ísl. leikfélaga leikárið 2005-2006 verða:
Guðrún Halla:  Freyvangsleikhúsið, Umf. Íslendingur, leikdeild, Leikfélag Seyðisfjarðar, Leikfélag Hólmavíkur, Leikfélagið Grímnir, Leikklúbburinn Saga, Reykvíska Listaleikhúsið, Leikfélag Selfoss    
Lárus:  Leikfélag Hafnarfjarðar, Skagaleikflokkurinn, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Siglufjarðar, Umf. Stafholtstungna, leikdeild, Leikfélag Hofsóss, Leikfélag Keflavíkur    
Embla:  Umf. Reykdæla, Leikfélag Húsavíkur, Leikfélag Patreksfjarðar, Nafnlausi leikhópurinn, Umf. Gnúpverja,leikdeild, Leiklistardeild Umf. Tálknafjarðar, Leikfélag Ólafsvíkur    
Hörður:  Leikfélag Kópavogs, Umf. Ármann, leikdeild, Umf. Dagrenning,  leikdeild, Leikfélag Hörgdæla, Leikfélag Ólafsfjarðar, Leikfélag Djúpavogs, Leikfélagið Búkolla, Halaleikhópurinn
Júlíus:  Leikfélag Dalvíkur, Litli leikklúbburinn, Sólheimaleikhúsið, Leikhópurinn Vera, Umf. Biskupstungna, leikdeild, Leikfélag Raufarhafnar, Leikfélag Þórshafnar    
Margrét:  Leikfélag Rangæinga, Umf. Efling leikdeild, Leikfélag Reyðarfjarðar, Leikfélag Blönduóss, Leikfélagið Vaka    
Ármann:  Hugleikur, Leikdeild Umf. Vöku, Umf. Skallagrímur, leikdeild, Leikflokkurinn Hvammstanga, Leikfélagið Ofleikur, Leiklistarfélag Seltjarnarness, Leikfélagið Hallvarður súgandi    
Ólöf:  Leikfélag Mosfellssveitar, Leikfélag Hornafjarðar, Leikhópurinn Lopi, Leikfélag Hveragerðis, Leikklúbbur Laxdæla    
Hrund:  Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leikfélag Vestmannaeyja, Leikfélagið M.a.s., Leikfélagið Sýnir, Leiknefnd Umf. Grettis, Snúður og Snælda, Stúdentaleikhúsið    
Skrifstofa:  Ultima Thule, Leikfélagið KEX, Leikklúbburinn Spuni    

Umræður um annað efni fundargerðarinnar:
Bréf til stjórnar Leiklistarsambandsins v/Grímunnar skv. ályktun frá aðalfundi í vor. Lárusi falið að klára það sem fyrst.

Samningar við starfsmenn eru frágengir. Dýrleif Jónsdóttir hefur verið ráðin í skúringar.

Erindisbréf fyrir nefndir. Hörður semji erindisbréf fyrir vefnefnd og Embla fyrir skólanefnd.

Gunnhildur skólameistari verður boðuð á næsta stjórnarfund til að ræða kynningarnefnd vegna 10 ára afmælis skólans.

Starfsáætlun, 6. liður. Þorgeir í menntamálaráðuneytinu vill ekki tjá sig um hvort ráðuneytið fór fram á hækkun til okkar í fjárlögum. Fara þarf á fund fjárlaganefndar, m.a. með tölur yfir fækkun uppsetninga hjá aðildarfélögum. Vilborgu falið að panta tíma.

Ársrit 2005, viðtal við Danute verður í næsta ársriti þar sem það, ásamt leiklistarhátíðinni tilheyrir þessu leikári.

Tvær athugasemdir bárust vegna úthlutunar, Lárus svaraði þeim.
Fundargerð samþykkt.

2. Starfsáætlun

1. Rekstur þjónustumiðstöðvar í samræmi við lög BÍL.
Stöndum ekki nógu vel fjárhagslega. Leiklistarhátíðin kostaði sitt. Yfirdráttur á bankareikningi er nú um 1 milljón. Ábending frá Lárusi: ef yfirdráttur er meiri en 1,2 milljónir í meira en 8 mánuði er hagstæðara að taka langtímalán. Þarf sennilega að gera það hvort sem er vegna viðhalds á húsnæði ef ekki verður hækkun á fjárlögum. Ákveðið að bíða niðurstöðu varðandi það.

2. Rekstur fasteigna samkvæmt viðhaldsáætlun.
Gluggar á bakhlið sem verið var að skipta um kostuðu rúmlega 200.000, eða meira en ráð var fyrir gert. Við borguðum okkar glugga sjálf, þar sem aðrir í húsinu borguðu sína glugga sjálfir. Fyrir liggur að skipta um bakdyrahurð, þar borgum við hlutfallslega á móti hinum.

3. Útgáfa ársrits fyrir leikárið 2004-2005
Uppkast lagt fram, óprófarkalesið. Vilborg kvartaði yfir lélegri upplausn innsendra mynda. Verður tilbúið um mánaðamót sept/okt.

4. Starfsemi Leiklistarskóla BÍL skv. námskeiðsáætlun.
Eitt námskeið stendur fyrir dyrum, fyrirlestrahelgi í Hafnarfirði. Ákveðið var að ræða skólann betur á næsta fundi þegar formaður skólanefndar yrði viðstaddur. Vilborg sendir stjórn útkomu úr skólakönnun frá sumrinu. Búið er að bóka Húsabakka fyrir næsta sumar. Búið er að taka ákvörðun um húsnæði Húsabakkaskóla til framtíðar og að sögn Kristjáns Hjartarsonar á að laga aðgengismál á staðnum. Vilborgu falið að athuga hvort leiguverð hafi breyst með breyttum rekstrarforsendum á staðnum. Rætt um staðsetningu á skólanum. Eiðar, Reykjanes og Skógaskóli nefnd til sögunnar. Halla og Lalli skipuð í staðsetningarnefnd skólans og þeim falið að taka einn með sér úr skólanefnd.

5. Rekstur vefjarins leiklist.is skv. tillögum vefnefndar.
Vefnefnd hefur ekki komið saman, enda tiltölulega nýskipuð. Verið var að flytja vefinn til nýrra þjónustuaðila. Mikið af efni er komið yfir, enn vantar nokkuð af gömlu efni. Verið er að breyta leikritasafninu til mikilla bóta. Öll þjónusta er kominí gagnið á nýjum stað. Endurbætur koma smá saman. Notendur eru smám saman að skrá sig. Lénsherra vill fá athugasemdir og vill að vefnefnd og starfsmenn hittist sem fyrst og fari yfir stöðuna.
NAR-vefur: Nokkur lönd höfðu lýst yfir áhuga á að reka vefinn, þ.á.m. Finnland, sem er með skrifstofuna. Tilboð óskast fyrir næsta stjórnarfund NAR. Stjórn þykir þó ekki miklir peningar í spilinu. Ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu.

6. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum til starfsemi áhugaleikfélaganna, þjónustumiðstöðvar Bandalagsins og Leiklistarskóla þess.
Vilborg pantar tíma hjá fjárlaganefnd og menntamálaráðherra. Ákveðið að nota tímann fram að kosningum og minna á að hlúa þurfi vel að þörfum leikfélaga í málefnasamningum í sameiningarvinnu sveitarfélaga. Fá að koma inn erindi á aðalfund Sambands sveitarfélaga. Dreifa tölulegum upplýsingum um fækkun uppsetninga. Kanna styrkveitingar sveitarfélaga. Brýnt þykir að þrýsta á breytingar á Leiklistarlögum. Reyna að koma Leiklistarskólanum inn á fjárlög, að hann sé viðurkenndur hluti af menntun í landinu. Gera Bandalagið sýnilegra, m.a. með greinaskrifum í fjölmiðla. Höfum aðgang að Dægurmálaútvarpinu og Talstöðinni fyrir viðtöl. Lárus ætlar að skrifa drög að aðgerðaáætlun vegna alls þessa.

7. Halda áfram samstarfi við Þjóðleikhúsið um Athyglisverðu áhugaleiksýningu ársins.
Ekkert hefur frést frá Þjóðleikhúsinu. Vilborg sendir fyrirspurn.

Sérverkefni:
1. Leiklistarhátíð, verður sér liður í dagskrá fundar.

2. Stefna að útgáfu sögu Bandalagsins 1950-2000 á leikárinu.
Ekkert nýtt hefur frést af  söguritun. Ekkert heyrst í nefnd. Þarf að fara að kanna hvar mál standa. Vilborg talar við Bjarna ritstjóra.

3. Samstarf við Borgarleikhúsið, verður rætt undir öðrum lið á dagskrá fundar.


3. Uppgjör vegna Leikum núna, frestað til næsta dags.

4. Meðferð innsendra myndbanda
Rætt um fjölföldunarmöguleika. Verði keyptur brennari á skrifstofu er hægur vandi að fjölfalda allt sem berst á DVD til að stjórn geti öll fengið eintök til skoðunar. Rætt um algeng mistök sem menn gera við upptökur á leikritum. Mælst verður til þess að allir sendi áfram inn upptökur  á stafrænu formi, helst DVD ef hægt er. Vonast til að betur gangi að láta alla stjórnina sjá allar sýningar ef ekki þarf að láta upptökur ganga, heldur fái hver stjórnarmaður sitt eintak.

Utandagskrár: Hugmynd að senda fréttapóst til þeirra sem skráðir eru inn á vefinn.

Fundi frestað kl. 22.30.
Fundi fram haldið kl. 10.00 17.9. 2005

3. Uppgjör vegna Leikum núna!
Umsjónarmenn ýmissa þátta hátíðar hafa skilað inn skýrslum. Fjármögnun gekk fremur illa og er það áhyggjuefni vegna NEATA-hátíðarinnar sem halda á 2010 en hún verður dýr. Tryggja þarf fjármagn sem fyrst.
Aðeins 7 félög sóttu um að koma með sýningar á Leikum núna! og voru 6 þeirra af Eyjafjarðarsvæðinu og höfuðborgarsvæðinu. Ekki var sami hugurinn í fólki og fyrir hátíðina 2000. Samþykkt var að halda hátíðina, en spurning er hvort hefði átt að láta menn ræða meira um að halda hana ekki.
Framkvæmd hátíðarinnar: Það vantaði starfsfólk, jafnvel lykilaðila. Lokahófið varð fyrir misskilning foreldralaust. Frágangur á húsunum var ekki nógu góður. Það hefði þurft að vera ábyrgðarmaður frá hátíðinni sem hefði umsjón með hverju húsi. Annað gekk ágætlega upp. Lárus setur saman þær skýrslur sem inn eru komnar og kallar eftir fleirum og setur saman tillögu að skýrslu fyrir aðalfund og hún verður send á milli stjórnarmanna til samþykktar fyrir hann.

5. Skipan í undirbúningsnefnd fyrir Margt smátt.
Margt smátt er auglýst sem valsýning á dagskrá leikhússins. Tímasetning skv. síðustu fundargerð að vori frekar en að hausti og jafnvel í tengslum við aðalfund 2006. Stjórnarmenn kanni afstöðu formanna sinna fósturfélaga til málsins. Nefnd, skipuð Hrund og Emblu ásamt einum til viðbótar, fari í viðræður við leikhúsið vegna undirbúnings. Hrund verði formaður nefndarinnar sem skila skal af sér á næsta stjórnarfundi.

6. Erlent samstarf
Mónakó-skýrsla Vilborgar: Þótti mönnum mikið til skýrslunnar koma. Fyrirhugaðar breytingar á Nordisk Kulturfond ræddar. Málið verður betur kynnt á næsta stjórnarfundi NAR í Ribe 7.-9. okt. Halla sækir hann.
Ekki þótti mönnum IATA-fundirnir hafa verið innihaldsríkir. Niðurstöður úr umræðuhópi vöktu athygli fundarmanna en þar var hvatt til samstarfs við neðanjarðarleikhópa. Einhver lönd áttu þar við sama „vandamál“ að stríða. Gott mál að IATA skuli ætla að gera þarfagreiningu á sjálfu sér.

Ármann: Kynnti hugmynd að samstarfsverkefni á milli fjögurra landa vegna hugmyndar frá Danute um áhuga fyrir samstarfi á milli litháískra og íslenskra leikhópa. Ármann og Toggi ætla að vinna þessar hugmyndir þannig að hægt væri að kynna verkefnið fyrir félögum í landinu.

NUTU: Bréf frá Árna Grétari. Halla las upp ákveðin atriði varðandi skóla NUTU og stjórnarstörf Árna Grétars. Farið er að íja að því innan stjórnar NUTU Íslendingar haldi NUTU-skólann 2007 eða 2008. Hörður var mjög á móti því að láta NUTU segja okkur fyrir verkum varðandi þetta.
Engin stjórnarákvörðun hefur verið tekin um að taka formlega þátt í NUTU. Það þarf að skýra hlutverk okkar stjórnarmanns í NUTU og ákveða hvað Bandalagið er tilbúið í. Ákveðið  að kanna hvernig Færeyingar fóru út úr því að halda skólann sl. sumar. Þurfum einnig að fá meiri upplýsingar um verkaskiptingu til þess að við vitum hvað í skólahaldi felst. Ljóst að ekki er einn skilningur á því hvort Árni Grétar er fulltrúi BÍL í NUTU eða ekki. Hvað þýðir formlegur fulltrúi? Starfið er á einstaklingsgrundvelli. Eru fulltrúar annarra landa skipaðir af landssamtökunum? Taka þarf afstöðu til þess hvort Bandalagið á formlegan fulltrúa í NUTU eða ekki. Ákveðið að biðja Árna Grétar að bjóða Ísland ekki fram sem hugsanlegan skólahaldara að sinni.

Vitað er af einni sýningu sem hyggst sækja um að verða fulltrúi Íslands á NEATA-hátíð í Færeyjum næsta sumar.

7. Önnur mál
Tillaga um að næsti stjórnarfundur verið haldinn í sumarbústað í Borgarfirði næstsíðustu helgina í nóvember til samhristings nýrrar stjórnar, hugarflugs um ímyndarmál Bandalagsins, NEATA-hátíð 2010, 10 ára afmæli skólans og annað sem mönnum dettur í hug að ræða.

Fósturfélög stjórnar: Útbúinn verði spurningalisti upp úr punktum Vilborgar af stjórnarfundinum. Úthringingum verði lokið fyrir mánaðamót okt./nóv.

Hörður spurði hvort ætlun stjórnar væri að bíða eftir formlegri úrsögn Ingimars Davíðssonar úr varastjórn til að taka hann af póstlista. Hann hefur lýst því yfir að hann ætli að segja sig úr stjórn. Ekkert er í lögum sem segir til um hvernig upplýsingamálum skuli háttað. Þó ljóst að ef ekki kæmi til formleg úrsögn þá sæti Ingimar sem varamaður fram á þarnæsta aðalfund, þrátt fyrir óvirkni.

Fundi slitið.
Fundargerð rituðu Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Embla Guðmundsdóttir.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 16. – 17. september 2005 628 28 nóvember, 2005 Fundir nóvember 28, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa