Stjórnarfundur 10.–11. október 2008

Haldinn að Suðurlandsbraut 16

Mættir þann 10. okt. : Þorgeir Tryggvason, Ingólfur Þórsson, Hörður Sigurðarson, Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Hjalti St. Kristjánsson, Vilborg Á. Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

Mættir þann 11. okt.: sömu utan Sigríðar Láru.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt einróma.

2. Farið yfir starfsáætlun

a) Skólamál rædd. Aflýsa þurfti framhaldssminknámskeiði sem vera átti helgina 24.–26. október vegna ónógrar þátttöku. Húsnæðismál leiklistarskólans eru aftur komin í umræðu, fyrirhugað að funda á Egilsstöðum vegna Hallormsstaðar. Útlit fyrir að samningar gætu náðst að mati Þráinns Sigvaldasonar.

b) Hörður kynnti stöðu vefmála. Fundað hefur verið með vefumsjónarmönnum og fyrirhugaðar eru minnir háttar breytingar á vefnum, t.d. að setja upp fréttabréfskerfi Til stendur einnig að lagfæra ýmislegt í skráningu, leit og framsetningu leikrita á vefnum.

c) Toggi velti upp hugmynd hvort búa ætti tenglalista fyrir grunn- og framhaldsskóla t.d. til að koma upplýsningum á framfæri um leiklistarhátíðir fyrir börn á vegum NAR sem Bandalagsfélögin eru ekki að nýta sér. Ármann sagði frá hugmynd um að opna facebook-síðu Bandalagsins. d) Ekkert að frétta af fjárlagafrumvarpi enda á að endurskoða það miðað við ástand efnahagsmála í landinu.

e) NEATA-hátíðin. Nefndin hefur hist einu sinni til að undirbúa umsókn til Evrópusambandsins. Vegna veikinda Lárusar Vilhjálmssonar tók Vilborg að sér að vinna umsóknina í samvinnu við Dani sem sjá um heildarumsóknina en á NEATA-fundi í Riga var ákveðið að senda eina umsókn fyrir þrjár hátíðir sem verða í Danmörku og Eistlandi auk okkar hátíðar. Reiknað er með að svar berist í mars um hvort við fáum styrkinn eða ekki. Vilborg telur að huga þurfi næst að því að tryggja aðstöðu og gistingu á Akureyri, t.d. með að tryggja okkur gistiheimili þar sem hótelin eru of dýr og almennt er ekki boðið upp á gistingu af þeim gæðaflokki á sambærilegum hátíðum. Ólöf tekur að sér að athuga með gistimöguleika á Akureyri strax eftir helgi. Þorgeir hefur samband við Þórgný um aðstöðuna í Menningarhúsinu. Ef Lárus getur ekki sinnt formennsku í nefndinni í einhvern tíma vegna sinna veikinda býðst Þorgeir til að taka við formennskunni á meðan.

f) Skönnun handritasafns hefst í næstu viku þar sem nýja ljósritunarvélin/-skanninn hefur verið tengdur. Til að byrja með verða handritin vistuð sem pdf-skjöl.

g) Stuttverkahátíðinni Mörgu smáu þurfti að aflýsa í haust vegna þess hversu mikið Borgarleikhúsið er bókað fram að jólum. Þorgeir greindi frá því að á NAR- fundi hafi komið upp úr upp dúrnum að aðeins lítið brot af þeim peningum sem eyrnarmerktir eru gestaleikjum hafa verið nýttir. Hugmyndir eru uppi um að halda hátíðina í vor og fá sýningar frá Færeyjum og jafnvel fleiri löndum á hátíðinna og nýta þessa peninga í ferðastyrki. Vel var tekið í hugmyndina. Ákveðið að Ármann og Þorgeir fari fram á fund með Magnúsi Geir Borgarleikhússtjóra og ræði um að fá afnot af Borgarleikhúsinu laugardagana 16. eða 23. maí 2009.

h) Ákveðið Handritasafnsnefnd geri tillögu að skipunarbréfi sínu fyrir 10. nóvember nk.

i) Ákveðið að halda haustfund 22. nóvember. Sama dag verður haldið námskeið í stjórnun leikfélaga og kynningarmálum. Fundur og námskeið verða haldin í húsnæði Leikfélags Kópavogs. Vilborg hefur samband við Magnús Geir Þórðarson um að vera með erindi um kynningarmál og Guðfinna ætlar að leggja drög að efni námskeiðsins.

j) Hörður tekur að sér að móta tillögur að skipulagðri umfjöllun um leiksýningar áhugaleikfélaganna og mun skila þeim af sér á stjórnarfundi föstudaginn fyrir haustfund.

3. Fyrirspurn

Þorgeir greindi frá því að Bandalaginu hefði borist fyrirspurn frá nema við Háskólann á Akureyri um afstöðu Bandalagsins til þeirrar athygli sem leiklist áhugafólks fengi í fjölmiðlum í sambandi við verkefni sem hann var að vinna. Þorgeir svaraði erindinu með þeim fyrirvara að þetta væru persónulegar skoðanir hans enda enginn mótuð stefna til.

4. Húsnæðismál

Ekki hefur verið skrifað undir afsal af húsnæðinu að Laugavegi 96 þar sem kaupandinn hefur ekki gengið frá lokagreiðslu. Hann á í einhverju stappi við að fá bankalán en Vilborg telur að þetta muni ganga í gegn, það þurfi bara að gefa honum lengri tíma í ljósi efnahagsástandsins. Á meðan ekki er gengið frá greiðslu þurfum við að borga leigu af rekstrafé skrifstofunnar, sem er náttúrlega ekki það sem lagt var upp með. Kostnaður við flutninga er kominn hátt á aðra milljón og enn á eftir að gera ýmislegt á nýja staðnum, svo sem að bæta aðgengi, setja auglýsingafilmu í gluggana og bæta lýsingu. Ákveðin gróf forgangsröð sem starfsfólk Bandalagsins mun framfylgja eftir aðstæðum.

5. Saga Bandalagsins

Von er á upplaginu af Allt fyrir andann, sögu Bandalagsins 1950-2000 á næstu dögum. Verð hefur verið ákveðið 5.500 kr. út úr verslun og Bandalagið sér um dreifingu. Þorgeir veltir upp spurningunni hvort að sögunefnd eigi að starfa áfram að sölu bókar.

6. Erlent samstarf

a) Þorgeir gefur skýrslu frá aðalfundi NEATA í Riga Þar bar það helst til tíðinda að ákveðin var sameiginleg umsókn þriggja landa til ESB, sjá lið e í starfsáætlun. Einnig að Bandalagið hafi boðist til að sjá um heimasíðu NEATA fram yfir hátíðina 2010.

b) Þorgeir gefur skýrslu frá fundi NAR í Kaupmannahöfn Tillaga liggur fyrir um að þegar NAR verður lagt niður í núverandi mynd muni áfram vera til nefnd sem starfi sem pólitískt þrýstiafl í þágu hagsmuna áhugaleikhússins á norðurlöndunum.

Fundið slitið.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 10.–11. október 2008 428 04 nóvember, 2008 Fundir nóvember 4, 2008

Áskrift að Vikupósti

Karfa