Stjórnarfundur 1. október 2006

Stjórnarfundur á Hótel Selfossi, 01.10.2006.

Mættir: Guðrún Halla Jónsdóttir, Lárus Vilhjálmsson, Þorgeir Tryggvason, Embla Guðmundsdóttir, Ármann Guðmundsson, Hrund Ólafsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Þórðardóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Vilborg Valgarðsdóttir.

Haustfundur
Almenn ánægja með fundinn. Menn töldi ýmislegt gagnlegt hafa komið fram í umræðum.

Leiklistarhátíð NEATA á Akureyri 2010
Rætt var hversu margir ættu að vera í undirbúningsnefnd hátíðarinnar.
Ákveðið var að Þorgeir og Lárus sætu í nefndinni í Reykjavík en Guðrún Halla og Ingólfur fyrir norðan. Þessi fjögur myndu svo kalla til liðsauka ef þyrfti.
Nefndin þarf að skoða fjármögnun og útbúa kynningarpakka. E.t.v. væri hægt að fá efni og góð ráð um undirbúning frá hinum NEATA-löndunum.

Ákveðið var að nefndin fyrir sunnan færi í að útbúa kynningarefni en að nefndarmenn fyrir norðan athugi með fjármögnun á svæðinu.

Rætt var um möguleika á að afla styrkja fyrir einstakar sýningar eða viðburði hjá fyrirtækjum sem ættu hagsmuna að gæta í viðkomandi löndum.

Gera þarf fjárhagsáætlun fyrir verkefnið.

Ákveðið var að stjórn og undirbúningsnefnd yrðu í tölvupóstsamskiptum um nánari útfærslu á því hvað þyrfti að fara að gerast á þessu stigi málsins.

Margt smátt

Rætt var um að aðkoma Borgarleikhússins að hátíðinni væri lítil, utan þess að lána hús og tæknimenn. Rætt var um möguleika á að undirbúningsnefnd færi í einhvers konar stefnumótunarvinnu um hátíðina. Skoða þarf hvað kom fram í umræðum um hátíðina á aðalfundi.

Næsti stjórnarfundur
Ákveðið var að stefna að því að halda stjórnarfund helgina 17.-19. Nóvember og hafa fyrstu helgina í janúar til vara. Rætt um að stjórn færi saman í leikhús í tenglsum við stjórnarfund.

Bandalagshandbókin
Ármann og Sigga Lára tóku að sér að vinna uppkast að henni út þeim gögnum sem til eru á skrifstofu.

Heimasíða Leiklistarskóla Bandalagsins
Ákveðið að athuga hvort Sigurður Pálsson væri til í að gera tillögur að efni þessarar síðu og Einar Samúelsson um að hanna útlit hennar sem væri e.t.v. eitthvað frábrugðið Leiklistarvefnum að öðru leyti. Rætt var um möguleikann að hafa vef leiklistarskólans jafnvel á öðru léni. Ákveðið var að athuga hvort lénið leiklistarskoli.is væri laust.

Fundi slitið. 

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 1. október 2006 492 11 desember, 2006 Fundir desember 11, 2006

Áskrift að Vikupósti

Karfa