Stjórnarfundur 1. apríl 2005

Stjórnarfundur 1.4. 2005, haldinn í Þjónustumiðstöinni í Reykjavík.

Mættir:
Úr aðalstjórn: Einar Rafn Haraldsson, Lárus Vilhjálmsson, Guðrún Halla Jónsdóttir, Hörður Sigurðarson og Júlíus
Júlíusson.
Úr varastjórn: Embla Guðmundsdóttir.
Starfsmenn: Vilborg Valgarðsdóttir og Sigríður LáraSigurjónsdóttir

Fundur settur.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Velt upp spurningum um þriggja ára áætlun leiklistarskóla BÍL. Fundargerð samþykkt án efnislegra athugasemda.

2. Starfsáætlun.

Rekstur fasteignar:
Engar ákvarðanir hafa verið teknar í húsfélagi þar sem neðri hæð er nýseld. Búið er að komast fyrir leka á þakinu og skipt verður um gler og lista í gluggum á bakhlið. Rætt um framkvæmdir við hlið hússins. Framkvæmdum hefur seinkað eitthvað.

Leiklistarskóli BÍL:
Bæklingur kominn út. Allt er samkvæmt áætlun.

Leiklistarvefurinn:
Vefþjónustuaðili er orðinn gjaldþrota og lénsherra þykir sýnt að skipta þurfi um þjónustuaðila. Ekki eru til fjármunir til að fara út í dýrar breytingar. Lýst yfir áhyggjum af því að ef eitthvað kæmi upp á þá gæti vefurinn legið niðri til lengri tíma og jafnvel efni af honum glatast. Hörður hefur augastað á nokkuð sjálfbæru kerfi (Mambo). Honum falið að leita eftir tilboðum.

Auknar styrkveitingar frá ríkinu:
Einar og Vilborg fóru á fund í menntamálaráðuneyti. Fengu vilyrði fyrir 400.000 króna styrk fyrir leiklistarhátíðina. Hækkanir til skrifstofu og félaga fara í fjárhagsáætlanavinnu ráðuneytisins. Spurt var hvort einhver frá ráðuneytinu gæti komið á aðalfund. Ráðherra bað um formlegt erindi. Vilborgu og Einari fannst að nýr menntamálaráðherra hefði meiri skilning á starfsemi bandalagsins en fyrri ráðherrar.

Áframhaldandi samstarf við Þjóðleikhúsið:
Spurning um hvort um samstarf er að ræða varðandi Þjóðleikhúsið og athyglisverðustu áhugasýningu ársins. Nokkrar umræður spunnust um gildi Þjóðleikhús samkeppnninnar fyrir félögin og forsendur valnefndar fyrir ákvörðun sinni. Ákveðið að senda Þjóðleikhússtjóra bréf þar sem farið er fram á fund með fulltrúum stjórnar varðandi snertifleti á starfsemi batteríanna.

Sérverkefni:
Leikum Núna – leiklistarhátíð
Undirbúningur leiklistarhátíðar er í gangi. Tvö leikfélög hafa sótt um þátttöku og von er á fleirum. Enn vantar peninga í hátíðina. Sótt hefur verið um styrki frá ýmsum, en aðeins fengið 400.000 kr. Undirbúningsnefnd hefur hist og rætt aðferðir til að fá styrktaraðila. Nefnd hefur einnig fundað varðandi kynningarmál.

Saga bandalagsins
Ólíklegt er að útgáfa sögu bandalagsins náist á árinu. Búið er að sækja um styrk til útgáfu til menningarsjóðs. Stefnt var að því að handrit yrði fullunnið og tilbúið til prentvinnslu fyrir 6. apríl 2004 skv. fyrsta samningi. Stjórn er farið að lengja eftir skilum á verkinu og hefur áhyggjur af seinkun verksins.

3. Aðalfundur í Stykkishólmi.
Boðið verður til sýningar á Fiðlaranum á þakinu  hjá Grímni á föstudagskvöld, fundur hefst á laugardegi.
a) 13-14.000 á mann með öllu, gisting og allt, tvær nætur. 40 komast á hótel en ef fleiri verða þá er annað hótel.
b) Ársreikningur yfirfarinn og samþykktur.
c) Tillaga að starfsáætlun samþykkt.
d) Lagabreytingartillögur ræddar. Ákveðið að láta flutningsmann vita af vafaatriði í orðalagi lagabreytingartillögunnar varðandi merkingu orðsins endurkjör.

4. Önnur mál.

Bandalagsgríman:
Spólutappi hefur komið upp og stjórnarmenn hafa aðeins séð brot af sýningum leikársins. Rætt um aðrar lausnir t.a.m notkun netsins eða fjölföldun á skrifstofu. Ákveðið var að reyna að fá allar upptökur inn fyrir 15. apríl, og þá verður athugað hvort stjórnarmenn komast yfir allt.

Úthlutunarfundur:
Stefnt að því að halda hann helgina 8.-10. júlí.

NAR og NEATA fundir í Færeyjum í mars.
Einar Rafn fór, gaf skýrslu. Skoðaðar voru aðstæður fyrir NEATA hátíð 2006. Nýr samningur um framlög til NAR liggur fyrir frá Nordisk Kulturfond. Færeyjar voru samþykktar sem fullgildur aðili að NAR. Búið er að hækka styrkjahlutfall frá NAR í ferðastyrki, en betur þarf að gera ef við eigum að geta tekið þátt í þessu starfi áfram. Breytingar voru kynntar á samþykktum NAR varðandi fulltrúa. Stjórn NAR skal samanstanda af formönnum landssambandanna og varaformönnum til vara.
NEATA fundur. Rætt um Hvíta Rússland. Menn hafa áhuga á að opna fyrir samstarf við þá, en erfitt er vegna stjórnsýslu. Sama með Pólland.
Aðalfundur IATA í Mónakó. Hugleikur fer með Undir hamrinum og fær til þess ferðastyrk frá NAR. Stjórn ákvað að senda Vilborgu framkvæmdarstjóra með umboð til að sitja aðalfund IATA og fara með atkvæði Bandalagsins.

Fleira ekki gert – fundi slitið.
Lárus Vilhjálmsson ritari.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 1. apríl 2005 755 07 september, 2005 Fundir september 7, 2005

Áskrift að Vikupósti

Karfa