Stjórnarfundur 6. maí 2016

Fundur stjórnar Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn í Herðubreið á Seyðisfirði þann 6. maí 2016

Fundur settur kl. 18.00

Mættir: Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Gísli Björn Heimisson, Bernharð Arnarson, Embla Guðmundsdóttir og Vilborg Á. Valgarðsdóttir.

1. Aðalfundur undirbúinn:

– Fundarstjórar verða Rúnar Gunnarsson og Snorri Emilsson.

– Ræða við Höllu Rún og Fanney um að verða fundarritarar. Guðfinna ætlar að tala við þær.

– Það er löglega til fundarins boðað.

– Kjörnefnd verður fullskipuð af aðalmönnum.

– Bernharð les menningarstefnu bandalagsins.

– Þráinn sér um að kynna inn ný félög og þau félög sem detta út úr Bandalaginu.

– Fundarstjóri ber upp fundargerð síðasta aðalfundar.

– Guðfinna mun fara með skýrslu stjórnar.

– Vilborg fer yfir reikningana.

– Guðfinna kynnir drög að starfsáætlun

– Í hópastarfi verða um 35 manns þannig að við verðum með 4 hópa. Stungið er upp á Ásu Hildi, Siggu Láru, Erni Alexanders og Stefáni H. sem hópstjórum. Ólöf tekur að sér að tala við þau.

– Stjórn mun leggja til sem sérverkefni á starfsáætlun að halda námskeiðið í stjórnun leikfélaga og markaðssetningu í tengslum við aðalfund 2017.

– Spurning hvort það séu komnar mótaðar hugmyndir um afmæli skólans þannig að það sé hægt að setja þær inn á starfsáætlun. Guðfinna ætlar að tala við Hrefnu um þetta.

– Engar lagabreytingar eru þetta árið.

– Stjórn verður að leggja fram tillöguna um 1.000.000 af verkefnastyrk aðildarfélaganna renni til reksturs á skrifstofunnar eins og undanfarin ár. Ólöf ætlar að leggja það fyrir fundinn.

– Anna Jórunn gefur kost á sér sem skoðunarmaður reikninga. Það á eftir að tala við Hrefnu.

– Lagt verður til að árgjald verði hækkað um 2000 kr. Gísli ætlar að leggja það fram.

2. Einþáttungahátíð

– Það eru fjögur verk skráð. Búið að raða þeim niður. Tímalengdin er ca. 40 mín.

3. Fósturfélögin

– Yfirleitt mikil ánægja með að við skyldum hringja. Þurfum að vera miklu duglegri að láta vita af okkur og setjum okkur það markmið að hringja a.m.k. tvisvar á ári. Einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót.

Fundi slitið klukkan 19:00.

Fundargerð ritaði Þráinn Sigvaldason.

0 Comments Off on Stjórnarfundur 6. maí 2016 1040 13 May, 2016 Fundir May 13, 2016

Áskrift að Vikupósti

Karfa