Stjórnarfundur 6. maí 2012

Stjórnarfundur hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga
haldinn 6. maí 2012 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Mætt:  Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Bernharð Arnarson, Ylfa Mist Helgadóttir, Embla Guðmundsdóttir, Þrúður Sigurðar, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson

1. Stjórn skipti með sér verkum. Þorgeir lagði til að Guðfinna verði áfram varaformaður og Ólöf ritari. Samþykkt.

2. Staðfest dagsetning á úthlutunarfundi, 7.-8. júlí. (Ath. þessu síðar breytt í 23.-24. júní).

3. Rætt um mögulega hækkun á álagningu á förðunarvörum. Vilborgu falið að skoða málið.

4. Rætt um halda stjórnarfund úti á landi í október, fyrir námskeiðið í stjórnun leikfélaga.

5. Vilborg lýsti því yfir að hún afsalaði sér launahækkun við árlega endurskoðun launa í sumar, í ljósi fjárhagsstöðunnar.

Fleira ekki rætt

Fundargerð ritaði
Ármann Guðmundsson

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 6. maí 2012 641 24 maí, 2012 Fundir maí 24, 2012

Áskrift að Vikupósti

Karfa