Stjórnarfundur 5. október 2013

 

Bandalag íslenskra leikfélaga
Stjórnarfundur haldinn að Kleppsmýrarvegi 8, Reykjavík
5. október 2013

 

Fundur settur kl. 12.00.

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Þráinn Sigvaldason, Vilborg Á. Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar yfirfarin og samþykkt.

2. Starfsáætlun 2013–14

a) Fjárhagsstaða skrifstofu:

Vilborg lagði fram yfirlit yfir mánaðar- og árleg útgjöld og tekjur. Ástandið er mjög svart, síðustu þrjá mánuði ársins verður mjög erfitt að halda þjónustumiðstöðinni á floti, 1.7 millljón vantar til að endar nái saman.

Einnig hefur fjárlagaliðurinn sem þjónustumiðstöð fær framlag úr frá ríkinu verið lækkaður úr 64,6 milljónum í 35,5 milljónir svo óvíst er hvaða upphæð við fáum þaðan á næsta ári.

Ræddar voru mögulegar lausnir á fjárhagsvanda Bandalagsins þar sem ljóst er við svo búið verður ekki unað. Í framhaldi af umræðum á aðalfundi um skert starfshlutfall starfsmanna skrifstofunnar var ákveðið að starfshlutfall Vilborgar verði í rúmlega 80% þetta árið. Það þýðir að hún verður ekki í vinnu í nóvember og desember. Þetta er gert með fullu samþykki Vilborgar og að hennar frumkvæði. Þar sem þetta dugar ekki til að endar nái saman á næsta ári var ákveðið að segja Ármanni upp frá 1. nóvember og vinnur hann út sinn uppsagnarfrest eða til 1. febrúar. Þessi ákvörðun var tekin með fullu samþykki Ármanns og að hans frumkvæði. Vilborg kemur svo aftur í 100% starf þann 1. janúar 2014, ráðningarsamningur hennar endurskoðaður og uppfærður skv. vísitöluþróun VR  og verður hún eini starfsmaður Bandalagsins þar til um hægist fjárhagslega. Athugað verður með það að ráða Ármann til ákveðinna afmarkaðra verkefna, eftir því sem fjárhagur leyfir.

Arionbanki hefur gert þá kröfu að yfirdráttarheimild sem er núna fullnýtt í 2.000.000 kr. verði lækkuð í áföngum frá og með mars nk.

Tilkynna þarf mennta- og menningarmálaráðuneytinu um breytingar á starfsmannahaldi til samræmis við framkomnar athugasemdir ráðuneytisins á fundi með framkvæmdastjóra í ágúst sl.

b) Fyrirhuguð stuttverkahátíð NEATA, sem er á starfsáætlun Bandalagsins leikárið 2013-14, verður haldin 3.-5. október 2014. Dagsetningu breytt til að koma til móts við óskir Færeyinga.

c) Í ljósi óvissu um fjárhagsstöðu er ekki hægt að taka ákvörðun um stóra leiklistarhátíð árið 2015.

3. Undirrituð yfirlýsing að beiðni Arionbanka um að Vilborg hafi prókúru á reikninga Bandalagsins.

4. Ármann gerði grein fyrir stöðu Ársrits 2014, það er komið vel á veg í uppsetningu en enn vantar eitthvað af efni sem væntanlegt er á næstu dögum.

5. Næsti fundur ákveðinn 25. janúar en þá ætti að vera komið á hreint hvernig mál skipast varðandi fjárframlagið frá ríkinu.

6.  Önnur mál

a) Tvö félög hafa sagt sig úr Bandalaginu, Leikdeild Umf. Vöku og Spuni í Lúxembúrg, þar sem starfsemi hefur legið niðri um hríð.

b) Þorgeir greindi frá erindi sem honum barst um norrænt verkefni um leikritun fyrir áhugaleikfélög. Ákveðið að óska eftir frekari upplýsingum.

c) Ræddir möguleikar á fjáröflunarátaki fyrir Bandalagið. Þráinn varpaði fram tillögu einhvers konar dag (eða viku) þar sem öll aðildarfélög héldu fjáröflunarkvöld þar sem ágóðinn renni til Bandalagsins. Þránni falið að útfæra hugmyndina nánar.

Fleira ekki gert.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 5. október 2013 495 17 október, 2013 Fundir október 17, 2013

Áskrift að Vikupósti

Karfa