Stjórnarfundur 5. maí 2017

Haldinn að Hótel Hlíð í Ölfusi.

Fundur settur klukkan 18:08.

Mætt eru: Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Gísli Björn Heimisson, Salbjörg Engilbertsdóttir, Bernharð Arnarson, Embla Guðmundsdóttir, Þráinn Sigvaldason, Sigríður Hafsteinsdóttir og Vilborg Valgarðsdóttir framkvæmdarstýra.

1.  Skipulag aðalfundar.

Fundurinn verður á sama stað og maturinn verður. Fundarstjórar verða Magnús J. Magnússon og Hulda Gunnarsdóttir.

Stungið er uppá að Salbjörg og Jónheiður Ísleifsdóttir verði fundarritarar. Sigga talar við Jónheiði en Salbjörg hefur samþykkt að taka það að sér.

Embla sér um að lesa Menningarstefnu Bandalagsins og Þráinn sér um að kynna nýja félaga og félög sem ganga úr BÍL.

Guðfinna sér um skýrslu stjórnar og formenn nefnda sjá um að kynna störf nefnda.

Drög að starfsáætlun verður í höndum Guðfinnu.

Ákveðið að skipt verða i 4 starfshópa. Stungið upp á að Guðrún Halla, Gerður, Örn og Axel verði hópsstjórar. Benni, Guðfinna og Vilborg tala við þau.

Það eru engar lagabreytingar. Ólöf flytur tillögu um fjárhæð sem tekin verður af styrk til reksturs skrifsstofu.

Benni tekur að sér að flytja tillögu um hækkun á árgjaldi.

Fundi slitið klukkan 18:33.

Fundargerð ritaði Þráinn Sigvaldason.

0 Comments Off on Stjórnarfundur 5. maí 2017 429 08 May, 2017 Fundir May 8, 2017

Áskrift að Vikupósti

Karfa