Stjórnarfundur 5. maí 2013

Stjórnarfundur í Bandalagi íslenskra leikfélaga
Haldinn í Reykholti, 5. maí 2013

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnasdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Þrúður Sigurðar, Ylfa Mist Helgadóttir, Bernharð Axelsson, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson

1. Þorgeir stingur upp á óbreyttri skipan stjórnar. Samþykkt.

2. Ákveðið að hafa úthlutunarfund helgina 28.–30. júní í þjónustumiðstöðinni.

3. Ákveðið að ræða við Færeyinga um að halda að fyrirhugaða NEATA stuttverkhátíð í lok september-byrjun otkóber 2014. Vilborg hefur undirstungið Sigríði Láru Sigurjónsdóttur með að vera okkur innan handar við styrkumsóknir.

4. Staðfest er að Færeyingar munu geta farið með atkvæði íslendinga á aðalfundi IATA  í Mónakó í sumar þar sem við höfum ákveðið að senda ekki fulltrúa.

5. Rætt um mögulega staðsetningu á leiklistarhátíðinni 2015. Akureyri efst á blaði.

6. Ákveðið að Þorgeir athugi með löggildi samnings við Félag leikskálda og handritshöfunda og Rithöfundasambandið og í framhaldi af því verði rætt við fyrrnefnda aðila um að fá upphæðina lækkaða vegna leikverka 15 mín. eða styttri.

7. Stjórn biður starfsmenn þjónustumiðstöðvar að senda ekki frá sér handrit sem vitað er að brjóta gegn höfundarétti.

8. Rætt um tillögu frá aðalfundi um að skrifað verði bréf sem leikfélögin sendi sveitarfélögum þar sem þau séu beðin að styrkja Bandalagið um litlar upphæðir. Ákveðið að stíga varlega til jarðar í þessum málum, þetta megi alls ekki verða til að skerða styrki frá sveitarfélögum til leikfélaganna.

9. Vilborg lagði til að við gerðum tilraun til að snúa karma Bandalagsins því í hag með því að byrja að leggja góðum málefnum lið með smáupphæðum í stað þess að einblýna alltaf á eigin fjárskort. Hingað til hefur öllum umsóknum um framlög eða styrktarlínur til góðgerðarsamtaka verið neitað á grundvelli áðurnefndra blankheita en eins og kunnugt er „gefst þeim sem gefur“. Árleg heildarupphæð yrði ákveðin á næsta stjórnarfundi og styrkþegar valdir vandlega. Stjórn tók vel í tillöguna og verður hún rædd nánar á næsta fundi.

Fleira ekki gert.

Fundargerð ritaði
Ármann Guðmundsson

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 5. maí 2013 717 27 maí, 2013 Fundir maí 27, 2013

Áskrift að Vikupósti

Karfa