Stjórnarfundur 5. maí 2012

Haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Ólöf Þórðardóttir, Bernharð Arnarson, Embla Guðmundsdóttir, Þrúður Sigurðar, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson

1. Stjórn skipti með sér verkum fyrir aðalfund.

2. Halldór ræddi áhugaleysi á mætingu á aðalfund hjá aðildarfélögum. T.d. væri aðeins einn fulltrúi frá svæðinu frá Eyjafirði austur fyrir land að Selfossi. Fundarmenn töldu að einkum þrennt fengi fólk til að mæta á Bandlagsþing:

a. Félagsleg ábyrgð
b. Þingin væru skemmtileg
c. Viðburðir tengdir þeim, t.d. stuttverkahátíðir og námskeið

Þorgeir sagðist ekki telja að dræm mæting væri beinlínis vandamál, í henni fælist fyrst og fremst valdaafsal þeirra sem mættu ekki til þeirra sem mættu.

Fleira ekki rætt.

Fundargerð ritaði
Ármann Guðmundsson

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 5. maí 2012 673 23 maí, 2012 Fundir maí 23, 2012

Áskrift að Vikupósti

Karfa