Stjórnarfundur 4. maí 2014

Stjórnarfundur í Bandalagi íslenskra leikfélaga, haldinn í Vestmannaeyjum 4. maí 2014

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnasdóttir, Ólöf A. Þórðardóttir,  Þrúður Sigurðardóttir, Bernharð Axelsson, Gísli Björn og Vilborg Valgarðsdóttir.

1. Þorgeir stingur upp á óbreyttri skipan stjórnar. Samþykkt.

2. Ákveðið að hafa úthlutunarfund þriðjudaginn 24. júní í þjónustumiðstöðinni klukkan 13:00.

3. NEATA stuttverkhátíð fyrstu helgina í otkóber 2014. Rætt var um staðsetningar og mun Ólöf  athuga með húsnæði í Mosfellsbæ, en húsið þeirra er upptekið en annað í stöðunni þar  t.d. Hlégarður eða einn af skólunum sem er með fína aðstöðu.  Einnig var rætt um staðsetningu jafnvel í Kópavogi, Hafnarfirði eða á Selfoss.  Ólöf mun hafa umsjón með nefnd fyrir þessari hátíð og með henna verða þau Þorgeir og Vilborg. Stungið var uppá að fá Ármann til að skipuleggja og raða niður sýningum en hann er hokinn af reynslu þegar að svona verkefnum kemur. Auglýst verður eftir verkum ekki lengri en 15 mínútur og verður frestur til að sækja um til 10.09.14.  Gísli ætlar að athuga með ljósanámskeið sem gæti tengst hátíðinni.

4. Rætt var um IATA hátíðina í Belgíu júlí 2015 en þegar hefur verið auglýst eftir verkefnum á hana þar sem vinnuferlið þar er mjög langt og þurfa umsóknar að hafa borist skrifstofu BÍL fyrir 01.10.2014.

5. Umræður voru um námskeið í frmakvæmdastjórnun leiksýninga og hvernig á að setja upp sýningu.  Tilllögur voru um Þórdísi Elvu eða Karen Maríu í umsjón með svona námskeiði.

Í lokin var fólk minnt á að hampa handbók leikstjórans í sínu félaga þar sem hún er mjög got vinnuplagg í uppsetningum sýninga.

Fleira ekki gert á þessum fundi.

Fundargerð ritaði Ólöf A. Þórðardóttir

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 4. maí 2014 711 12 maí, 2014 Fundir maí 12, 2014

Áskrift að Vikupósti

Karfa