Stjórnarfundur 30. apríl 2011

Stjórnarfundur í Bandalagi íslenskra leikfélaga
í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ 30. apríl 2011

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Halldór Sigurgeirsson, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Embla Guðmundsdóttir, Þrúður Sigurðar, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson

1. Þorgeir leggur til óbreytta skipan stjórnar, Guðfinna verði varaformaður og Ólöf ritari stjórnar. Samþykkt.

2. Erindi frá skólanefnd tekið fyrir. Þar sem ekki er ljóst hvort takist að fullmanna námskeið Leiklistarskóla Bandalagsins í júní með þeim 36 nemendum sem fjárhagsáætlun skólans byggir á spyr nefndin hvernig stjórnin vilji bregðast við. Ákveðið að ef það vantar fleiri en 4 til að skólinn standi undir sér, tali stjórn saman aftur um málið.

3. Vilborg hefur sagt upp leigusamningi að Suðurlandsbraut 16 frá og með 1. maí. Tekur gildi 1. júlí.

Fleira ekki gert.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson

0 Comments Off on Stjórnarfundur 30. apríl 2011 648 08 June, 2011 Fundir June 8, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa