Stjórnarfundur 3. maí 2015

Stjórnarfundur 3. maí 2015

Bandalags íslenskra leikfélaga, stjórnarfundur  3. maí 2015 að Skjaldarvík í Hörgársveit

Mættir eru: Vilborg Valgarðsdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir, Þráinn Sigvaldason, Ólöf Þórðardóttir, Bernharð Arnarson, Gísli Björn Heimisson, Ágúst T. Magnússon, Þrúður Sigurðardóttir, Embla Guðmundsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir.

Fjarverandi: Ylfa Mist Hlegadóttir.

Fundur settur klukkan 11:00 fh.

 

  1. Stjórn skiptir með sér verkum:

Formaður: Guðfinna

Varaformaður: Ólöf

Ritari: Þráinn

Meðstjórnendur: Benni og Gísli

Varamenn: Ylfa, Ágúst, Þrúður, Embla og Salbjörg.

 

  1. Fundartími næsta fundar: Úthlutunarfundur 24. júní á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga klukkan 13:00 (hálfu ári fyrir jól).

 

  1. Rætt var um aðalfund og voru stjórnarmenn hvattir til að fara vel yfir það sem kom fram í hópastarfinu og punkta niður það sem var athyglisvert og þá sérstaklega með afmælisárið í huga.

 

  1. Ákveðið var að Ólöf og Þrúður taki að sér að halda utan um afmælisnefndina.

 

  1. Hugmynd Harðar um flutning skrifstofu bandalagsins reyfuð og rædd.

 

  1. Rætt var um 3. lið í sérverkefnum á starfsáætlun.

 

Fundi slitið klukkan 11:38.

Fundargerðina reit Þráinn Sigvaldason.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 3. maí 2015 1073 12 maí, 2015 Fundir, Vikupóstur maí 12, 2015

Áskrift að Vikupósti

Karfa