Stjórnarfundur 29. júní 2013

Stjórnarfundur hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga,
haldin þann 29. júní 2013 á Kleppsmýrarvegi 8.

Mætt: Þorgeir Tryggvason, Guðfinna Gunnarsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Þráinn Sigvaldason, Ólöf Þórðardóttir, Þrúður Sigurðar, Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson

1. Farið yfir styrkumsóknir frá leikfélögum.

Borgarbörn – Jólaævintýrið – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Freyvangsleikhúsið – Dagatalsdömurnar – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs – Pétur og úlfurinn – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Leikfélag Hörgdæla – Djákninn á Myrká – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Keflavíkur – Jólin koma … eða hvað? – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Leikfélag Kópavogs – Gutti og félagar – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Leikfélag Mosfellssveitar – Grímur – Umsókn hafnað, skoðast ekki sem leiksýning.
Leikfélag Sólheima – Skilaboðaskjóðan – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélag Ölfuss – Rummungur ræningi – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar og hljóðmyndar.
Leikfélagið Grímnir – Við dauðans dyr – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Leikfélagið Peðið – Bjarmaland II – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna nýrrar, frumsaminnar tónlistar.
Leikfélagið Sýnir – Gangverkin – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Litli leikklúbburinn – Gúttó – Umsókn um sérstakt frumkvæði hafnað.
Snúður og snælda – Bland í poka – Umsókn um frumflutning hafnað.
Stúdentaleikhúsið – Nashyrningar – Umsókn um sérstakt frumkvæði samþykkt vegna hljóðmyndar.

Alls bárust umsóknir frá 36 félögum vegna 86 leiksýninga og leikþátta, 11 námskeiða og 26 nemenda Leiklistarskóla Bandalags ísl. leikfélaga.

Niðurstaða úthlutunar er að styrkurinn verður 3.398 kr. pr. mín. eða 271,856 kr. fyrir leikrit 80 mín. eða lengra. Frumflutningsálag (30%) er 81,557 kr. og álag fyrir sérstakt frumkvæði (20%) er 54,371 kr. Veitt var til 85 leikrita og leikþátta, 11 námskeiða og 26 nemenda í Leiklistarskóla BÍL.

2. Starfsáætlun

2.1. Rekstur þjónustumiðstöðvar.

Umsókn til Reykjavíkurborgar um styrk til rekstrar þjónustumiðstöðvar var hafnað og okkur bent á að sækja um í haust þegar borgin auglýsir almenna styrki til menningarmála.

2.2. Leitað eftir hækkuðum framlögum

Fundur hefur verið bókaður hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 15. ágúst nk. vegna samningsins sem endurskoða þarf árlega. Óvíst er hvort nýr mennta- og menningarmálaráðherra mun sitja fundinn. Skýra þarf fjárþörf þjónustumiðstöðvar fyrir ráðuneytinu, leita eftir hækkun styrkja til verkefna aðildarfélaganna og leggja fram umsókn um styrk til að halda NEATA-stuttverkahátíð 2014. Einnig þarf að sækja um styrk til einkaaðila fyrir kostnaði við uppfærslu á vefkerfi Bandalagsins og kaupum á verslunarkerfi.

2.3. Stuttverkahátíð 2014

Þorgeir ætlar að tala við NEATA-fólk um hvort áhugi sé fyrir að senda sýningar á stuttverkahátíð 2014 og ræða við Hilmar í Færeyjum um endanlega tímasetningu.

2.4 Samþykkt frá aðalfundi

Þorgeir ætlar að bera undir lögfræðing samþykkt aðalfundar um að athuga með lögmæti samninga Bandalagsins við Rithöfundasambandið og Félag handritshöfunda. Í framhaldi af því yrði svo leitað eftir að ákvæðið um að átta sýninga lámarksgjald gilti ekki um stuttverk undir 15 mín.

3. Leiklistarhátíðir

Verið er að kanna með staðsetningu og fjármögnun á NEATA-stuttverkahátíð. Stór leiklistarhátíð 2015 lítillega rædd en engin ákvörðun tekin að svo stöddu.

4. Fjarfundir

Vegna sparnaðarumræðu frá aðalfundi var rætt um hvort að forsendur séu fyrir því að halda fjarfundi í stað þess að funda á þjónustumiðstöð. Ekki talin ástæða til þess að svo stöddu. Stjórnarfólk lofaði að bæta sig í að svara tölvupóstum.

5. Landshlutamenningarsjóðir

Rætt um hvort ráðlegt sé að sækja um styrki í sjóði Menningarsamninga landshlutanna eins og tillaga kom fram um á aðalfundi. Einhugur um að svo sé ekki, það mundi að öllum líkindum taka fjármagn frá leikfélögunum í viðkomandi landshlutum.

Næsti stjórnarfundur settur 5. október.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson.

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 29. júní 2013 531 16 júlí, 2013 Fundir júlí 16, 2013

Áskrift að Vikupósti

Karfa