Stjórnarfundur 29. apríl 2011

Stjórnarfundur í Bandalagi íslenskra leikfélaga
í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ 29. 4. 2011

Mættir voru: Þorgeir Tryggasvon, Guðfinna Gunnarsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir og Ármann Guðmundsson.

1. Tekin fyrir aðildarumsókn frá Áhugamannaleikklúbbi Grundarfjarðar. Ákveðið að samþykkja aðild leikklúbbsins að Bandalaginu.

2. Verkefnum skipt niður á stjórnarmenn fyrir aðalfund.

3. Ákveðið að leggja til óbreytt árgjald.

4. Rædd húsnæðismál, ákveðið að segja upp húsnæðinu að Suðurlandsbraut fyrir mánaðarmót og gera tilboð í húsnæði við Kleppsmýrarveg 8. Vilborgu falið að fara í málið.

5. Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.

Fundi slitið.

Fundargerð ritaði Ármann Guðmundsson

0 Slökkt á athugasemdum við Stjórnarfundur 29. apríl 2011 590 08 júní, 2011 Fundir júní 8, 2011

Áskrift að Vikupósti

Karfa